Ráðningardagsetningu bætt við í lista
Ráðningardagsetningu starfsmanns var bætt við í listana Tengdir gátlistar og Magnvinnsla.
Magnvinnsla gátlista - bætt við skrunstiku og nöfn fest
Í magnvinnslu á gátlistum var bætt við skrunstiku ef gátlistarnir eru mjög langir. Eins voru nöfnin fest fremst svo hægt sé að sjá með hvaða starfsmenn er verið að vinna.
Athugasemdarsvæði
Bætt hefur verið við athugasemdarsvæði þar sem hægt er að skrá athugasemdir tengdar gátlista sem tengdur er á starfsmann. Einnig er hægt að breyta/eyða athugasemdum ef við á.
Færa til spurningar til að breyta röðun
Núna er hægt að færa til spurningar í gátlistasniðmátum til að breyta röðun.