Intellecta spjald - erfing upplýsinga af stöðu
APPAIL-2861
Í Intellecta spjaldið var bætt við menntunarsviði úr stöðunni sem starfsmaðurinn er tengdur á. Hægt er að yfirskrifa þær upplýsingar í spjaldinu. Spjaldinu hefur ekki verið bætt í starfsmannatré en hægt er að viðhalda færslum í gegnum listann fyrir spjaldið. Listinn er aðgengilegur í hliðarvalmynd undir "Kjarni > Mannauður > Intellecta".
Stofna bréf - "Færsla" sjálfkrafa falið
APPAIL-2849
Þegar bréf er stofnað er breytt eru upplýsingar undir "Færsla" núna sjálfkrafa faldar. Hægt er að sprengja út gluggann fyrir upplýsingar.
Hlutverk tengt á notanda - bætt við leit á bakvið
APPAIL-2936
Þegar hlutverk er tengt á notanda þá er búið að bæta við leit á bakvið svæðin Notandi og Hlutverk. Núna er því hægt að leita að þessum gildum í lista.
Vinnustund - Hættir starfsmenn fari ekki yfir
APPAIL-2954
Yfirfarin var virknin þannig að hættir starfsmenn fari ekki yfir í Vinnustund. Þegar starfsmaður er merktur Hættur í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis þá kemur ekki hak í svæðið Starfsmaður í tímaskráningarkerfi og færslan fer því ekki yfir í Vinnustund.
Breyting á hliðarvalmynd
APPAIL-2997
Eftirfarandi breytingar hafa orðið á hliðarvalmyndinni:
- Intellecta undir Mannauður heitir núna Intellecta - spjald
- Tekinn var út valmöguleikinn Bréf undir Mannauður
- Bætt við valmöguleikunum Tegundir skjala og Eigendur skjala undir Stofnskrár
- Kjararannsóknarskýrsla hefur verið tekin úr kerfisvalmynd og sett undir Skýrslur í hliðarvalmynd
- Intellecta skýrslu fyrir skil á niðurstöðum hefur verið bætt við undir Skýrslur
- Starfsmannaveltuskýrsla hefur verið færð úr Mannauður yfir í Skýrslur
- Listinn Ráðningarsamningur hefur verið nefndur Formbréf - grunnur, þar sem hann er nýttur í fleiri formbréf en ráðningarsamninga auk þess sem hann hefur verið færður úr Mannauður yfir í Skýrslur
Innskráningargluggi helst opinn þegar rangt lykilorð er skráð inn
APPAIL-2968
Þegar rangt lykilorð er slegið inn við log-in helst glugginn áfram opinn en lokast ekki eins og áður var þannig að hægt er að slá strax aftur inn aðra tilraun.