Vista launaseðla í skjalaskáp eftir að útborgun er lokað
Eftir að launaútborgun er lokað, þarf að vista launaseðla í spjaldi starfsmanns, Launaseðlar. Þetta er gert til að eiga eldri launaseðla með réttri áramótastöðu.
Aðgerðin er aðgengileg í hliðarvali > Kjarni > Laun > Aðgerðir = Vista launaseðla í skjalaskáp.
Upp kemur gluggi sem spyr hvort búið sé að endurvinna áramótastöðu en sú aðgerð keyrist þegar útborgun er lokað.
Smellt er á áfram og þá fer vistun launaseðla af stað.
...
Ef útborgun er opnuð aftur, er vistun eytt.
Launaseðlar vistast sem mynd eða skjal þannig að t.d. áramótastaða launaseðils í skjalaskáp breytist ekki þó útborgunum fjölgi.
Athugið! Eftirfarandi stillingar þurfa að vera til staðar, til þess að launaseðlar vistist eðlilega:
Hliðarval > Kjarni > Stofnskrár > Skjalaskápur - Eigendur skjala = Gildið er Pay og Eigandi skjals er Útborgun.
Hliðarval > Kjarni > Stofnskrár > Skjalaskápur - Tegundir skjala = Gildið er PaySlips og Tegund skjals er Launaseðlar
Vista launaseðla - Vista eldri útborganir
Hægt er að vista niður eldri launaseðla, en þá þarf fyrst að endurvinna áramótastöðu fyrir þá útborgun.
Aðgerðin er aðgengileg í hliðarvali > Kjarni > Laun > Aðgerðir = Vista launaseðla í skjalaskáp.
Athugið! Ef vista á eldri seðla, að byrja á því að endurvinna áramótastöðu fyrir elstu (fyrstu) útborgun ársins, vista seðla. Áður en vistaðir eru seðlar fyrir aðra útborgun ársins, þarf að endurvinna elstu útborgun plús næst elstu útborgun o.s.frv.
Áramótastaða er endurunnin í "Skrá" í launahring. Þar er farið í áramótastöðu valins starfsmanns, númer hans fjarlægt úr valskjá en útborgunarnúmer skráð inn. Athugið að þegar endurvinna þarf áramótastöðu fyrir fleiri en eina útborgun í einu, eru útborgorgananúmer aðgreint með kommu.
Archive hnappur inni í launaseðilsreporti
Ef launaseðlar hafa ekki verið vistaðir niður þá kemur ný tækjaslá í skjámynd launaseðla. Þar er hnappur sem býður uppá að vista niður launaseðil valins starfsmanns.
Launaseðlar þegar vistaðir: Launaseðlar ekki vistaðir:
...
Launaseðlar í spjaldi starfsmanna
Í hliðarvali > Starfsmenn eru vistaðir launaseðlar aðgengilegir hjá hverjum starfsmanni í spjaldinu Launaseðlar, sjá mynd.
...
Hægra megin í spjaldinu er listi yfir alla launaseðla sem vistaðir hafa verið niður fyrir þennan starfsmann. Ein eða fleiri línur valdar og smellt á hnappinn Skoða til að opna valda seðla á PDF formi. Ef margir launaseðlar eru valdir koma þeir allir í eitt PDF skjal sem hægt er að senda áfram í tölvupósti.
Til að senda launaseðla í tölvupósti er smellt á umslagið með grænu örinni
...
Sjálfgefið kemur upp Netfang starfsmanns úr spjaldinu Starfsmaður ef ekkert er skráð í það svæði er Netfang vinna sótt, ef netfang er ekki heldur skráð þar kemur gildið tómt og hægt að handskrá.
...