Eloomi - námskeið flytjast líka í Kjarna fyrir hætta starfsmenn
Þegar námskeið voru flutt frá Eloomi yfir í Kjarna voru námskeið ekki að flytjast yfir fyrir þá starfsmenn sem voru hættir. Þetta hefur verið lagað og flytjast nú öll námskeið frá Eloomi yfir í Kjarna hvort sem starfsmaður er hættur eða í starfi.
Eloomi - stillingu fyrir virkjun/óvirkjun á notanda
Bætt hefur verið við stillingu fyrir Eloomi þar sem hægt er að slökkva á því að starfsmenn verði virkir/óvirkir við stofnun/uppfærslu á starfsmönnum frá Kjarna yfir í Eloomi. Sér Kjarni þá ekkert um að virkja/óvirkja notendur í Eloomi og stofnast starfsmaður alltaf sem óvirkur í Eloomi ef kveikt er á þessari stillingu. Ef óskað er eftir þessari breytingu þarf að senda beiðni á service@origo.is