Veikindaréttur
Bætt hefur verið við virkni þar sem tékkað er á veikindarétti starfsmanns þegar starfsmaður skráir veikindi í viðveru. Bæta þarf inn aðgangi í starfsmannavefshlutverkið ef notendur vilja nýta þessa virkni, vinsamlegast sendið póst á service@origo.is og ráðgjafar Origo aðstoða við stillingar.
Styrkur - skilaboðum breytt
...
Bætt hefur verið við lista á starfsmannavefnum þar sem starfsmenn geta séð upplýsingar um samstarfsmenn og hvar skráningar þeirra eru út frá tegundunum stimplana. Geta starfsmenn með þessu séð t.d. staðsetningu starfsmanna ef tegund stimplunar ber heiti staðsetningar. Er þetta sambærilegur listi og er á Kjarna vefnum. Ef óskað er eftir að nota þennan lista þarf að bæta við aðgangi í aðgangshlutverkið fyrir starfsmannavefinn. Senda skal beiðni á service@origo.is
Mötuneyti og verslanir
Fyrir þá sem nota mötuneytislausn Kjarna þá hefur verið bætt við síðu fyrir færslur í mötuneyti og verslunum. Hægt er að birta færslur úr bæði mötuneyti og verslunum eða öðru hvoru. Ef óskað er eftir að fá þessa virkni inn skal senda beiðni á service@origo.is