Leit í lista þegar nýir dálkar eru valdir inn í lista
Þegar smellt er á Iconið "velja dálka" í tækjastikunni til að velja inn dálka í lista og skýrslur er nú hægt að leita í listanum sem poppar upp að því gildi sem á að velja inn í listann.
Millisummur flytjist með þegar listar eru fluttir yfir í Excel
...
Ef kveikt er á millisummum í listum þá flytjast þær nú með þegar listar eru fluttir yfir í Excel.
Geymslusvæði aðgengileg eftir flutning yfir í Excel
...
Útreikningslínu hefur verið bætt við neðst í alla töflulista. Hægt er að hægri smella í línuna og velja summu, lágmark, hámark, fjölda eða meðaltal, eftir því sem við á. Með þessu móti er fljótlegt að fá talningu á starfsmannafjölda í viðkomandi lista, reikna út meðalaldur eða meðalstarfsaldur starfsmannanna í lista eða fá upp aldur elsta eða yngsta starfsmannsins í listanum, hæstu eða lægstu launin í listanum, svo eitthvað sé nefnt.
Skilyrði á valskjá og útlit á skýrslum (layout) vistist með listum
Farið var yfir Vista virknina fyrir lista þannig að skilyrði sem skráð eru á valskjá og breytingar á útliti (síur, breytingar á dálkum, o.s.frv.) vistist með listanum þegar hann er vistaður niður í Möppur. Þegar vistaðir listar eru keyrðir upp úr Möppur eða af upphafsvalmyndum þá keyrast þeir upp nákvæmlega eins og þeir voru vistaðir niður m.t.t. skilyrða á valskjá og útlits (layout).
List hnappur aðgengilegur í Select listum
Select hnappur er aðgengilegur í List listum þannig að hægt sé að fara í viðhald beint í listanum án þess að tvísmella á línu í listanum til þess að viðhalda færslu. Nú hefur List hnappi verið bætt í alla Select lista þannig að hægt sé að fara tilbaka í þá tegund af listum úr Select listum.
Birta/fela spjöldin Intellecta og Efla í starfsmannatré
Nú er hægt að birta eða fela spjöldin Intellecta og Efla í starfsmannatrénu. Til að birta spjöldin er sett stilling í Xap Gildi (Intellecta - true), (Efla - true) og til að fela þau er sett false í staðin fyrir true.
Stillingar fyrir skilyrt svæði
Í stillitöflu er nú hægt að skilgreina að svæði í Kjarna eigi að vera skilyrt eða hvort það eigi að koma viðvörun eða upplýsingar við svæði. Hægt er að skilgreina þetta fyrir nánast öll starfmannaspjöld auk skjámynda í ráðningum. Virkninni verður bætt við fleiri staði í Kjarna eftir þörfum. Ráðgjafar hjá Origo geta sett inn viðeigandi stillingar eða leiðbeint lykilnotendum um hvernig það er gert.
Vinnustund - starfsmenn sendist yfir við vistun á Tenging innan fyrirtækis
Upp kom að starfsmenn fóru ekki yfir í Vinnustund nema spjaldið Starfsmaður væri vistað ásamt spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Þetta hefur nú verið lagað þannig að það dugi að vista bara spjaldið Tenging innan fyrirtækis og við það sendist líka yfir upplýsingar úr spjaldinu Starfsmaður og spjaldinu Vinnutími.