...
Búið er að útbúa stillingu sem setja má í XAP → Gildi sem lætur kerfið kalla á valskjá í hvert sinn sem einhver listi er opnaður í kerfinu. Þannig þarf ekki að keyra alla lista upp með öllum gögnum heldur er hægt að sía niður á tiltekin svæði áður en listinn er opnaður. Þetta getur hraðað mjög vinnslu á stórum listum. Ef slökkt er á þessari stillingu þá er hægt að kalla á valskjáinn þegar listi er keyrður upp með því að halda shift takkanum inni þegar smellt er á listann. Sjá nánar hér.
Viðbótarflipi á valskjá fyrir listana Námskeið / Námskeiðsspjald
Viðbótarflipa hefur verið bætt á valskjáinn fyrir listana Námskeið undir Kjarni > Mannauður og Námskeiðsspjald undir Kjarni > Fræðsla. Á þessum viðbótarflipa er hægt að takmarka niðurstöðuna við heiti námskeiðs, tegund námskeiðs, námskeiðsflokk eða dagsetningar námskeiðs. Þannig þarf ekki að keyra upp allar námskeiðsfærslur sem til eru í kerfinu fyrir virka starfsmenn heldur takmarka valið strax við eitthvað af fyrrnefndum atriðum.
Starfshlutfall í listana Ráðningarsamningur/Formbréf/Tenging innan fyrirtækis
...
Hraðinn var aukinn á listanum Hlutir í láni.
Aukinn hraði á listanum Orlof
...