...
Útbúin hefur verið hækkunarregla vegna fagaldurs. Stofna þarf hækkunarregluna í Kjarna undir Stofnskrár > Starfs- og lífaldur - Hækkunarreglur. Ef launatafla er skilgreind með „Fagaldri“ þá virkjast fagaldurs innsláttasviðin í aldurshækkunum en starfsaldurs og lífaldurs sviðin verða óvirk.
Aðgerð til að sannreyna af bankareikninga virkra starfsmanna
Útbúin hefur verið aðgerð til að sannreyna bankareikninga allra starfsmann sem eru með ráðningarmerkinguna “Í starfi” á þeim degi sem aðgerðin er keyrð. Til þess að keyra þessa aðgerð þarf að vera til staðar tenging við Bankamiðju Origo. Með Bankamiðju tengingu er einnig hægt að senda launa- og orlofsgreiðslur beint í netbanka með B2B. Vinsamlega sendið póst á service@origo.is fyrir frekari upplýsingar.
Athuga bankareikning í útborgun
Bætt hefur verið við staðfestingu bankareiknings undir Skoða - Banki - Bankaskilagrein. Þannig er hægt að athuga hvort bankareikningar sem skráðir eru á starfsmenn í viðkomandi útborgun passi við kennitölur þeirra. Til þess að keyra þessa aðgerð þarf að vera til staðar tenging við Bankamiðju Origo. Með Bankamiðju tengingu er einnig hægt að senda launa- og orlofsgreiðslur beint í netbanka með B2B. Vinsamlega sendið póst á service@origo.is fyrir frekari upplýsingar.