...
Nú er skrollstikan (Scroll bar) alltaf sýnilegt neðst á skjánum í sjónarhorni stöðuborðs við úrvinnslu umsókna.
Auglýsingar - Stofnun/breyting á auglýsingatexta.
Þegar kóperaður var texti frá Word inn í stofnspjald auglýsingar þá var nær ómögulegt að breyta/lagfæra textann þegar farið var inn í auglýsinguna síðar til að uppfæra. Þetta hefur nú verið lagað.
Onboarding - launahópur
...
Þegar starfsmaður var stofnaður í gegnum onboardingferlið á vefnum þá var nafn og kennitala viðkomandi ekki að birtast í spjaldinu Launamaður í Kjarna og keyra þurfti skipunina Lookup.ClearAll inn í Kjarna til þess að fá þetta inn í spjaldið. Þetta hefur nú verið lagað.
Onboarding - Orlof
Þegar starfsmaður var stofnaður í gegnum onboardingferlið á vefnum var fjöldi orlofsdaga ekki að birtast í yfirlitinu (skref fjögur í onboardingferlinu). Þetta hefur nú verið lagað.
Onboarding - Notandanafn
Þegar starfsmaður var stofnaður í gegnum onboardingferlið á vefnum og slegið var inn notandanafn í því ferli þá kom ekki upp villumelding ef notandanafnið var nú þegar skráð á annan starfsmann. Þetta hefur nú verið lagað.
Onboarding - Starfsmaður í tímaskráningakerfi.
Þeim möguleika hefur verið bætt við (fyrir þá viðskiptavini sem eru með tengingu við tímaskráningakerfi) að starfsmenn flytjist í tímaskráningakerfi séu þeir ráðnir í gegnum onboarding á vefnum. Til þess að fá þennan möguleika inn þarf að setja inn stillinguna Kjarni.Web.Show.Onboarding.TimeManagementSystem á true. Þessi stilling er sett inn undir Stillingar > Vefgildi.
Umsækjendur - Stofnað þann
...