...
Ef engar launa- frádráttar- eða safnfærslur eru skráðar á launamann sem eiga að birtast á launaseðli, þá vistast launseðillinn ekki með í XML í banka og birtist því ekki í heimabanka launamanns.
Launaseðill - uppskipting eftir störfum.
Nú er hægt að skipta launum starfsmanna upp eftir störfum á launaseðli. Starfsheiti kemur sem fyrirsögn fyrir launin, en slík sundurliðun kemur ekki á frádráttarliði.
Frádráttarliðir koma samt sundurliðaðir, nema stilling á launlið sé "Samandregið óháð starfsmanni" Ef hakað er í þann reit, þá kemur allur frádráttur samandreginn per launalið.
Til þess að virkja það að launaseðlar skiptist upp eftir stöðum þá þarf að setja gildið "true" í XAP-gildið "PaySlip.UsePositionHeaders". Til þess að slökkva á þessari virkni er annað hvort sett gildið "false" í þetta XAP-gildi eða því eytt út.
Skilagreinar gjaldheimtna sendar með tölvupósti
...
Þessi aðgerð hefur verið yfirfarin og uppfærð.
Vefskil
Bætt hefur verið við svæðinu "Móttekið" lengst til hægri í staðfestingarglugga vefskila.
Þar skráist sú upphæð sem innheimtuaðili staðfestir móttöku á.
Leiðrétta laun afturvirkt
...
Bætt var inn vali þar sem hægt er að velja um hvort leiðréttingarfærslur eigi að koma á þá launamenn sem eru ekki í þeirri útborgun sem leiðréttingin verður sett í.
Aðgerðinni "Leiðrétta laun" hefur nú verið bætt inn í aðgerðahjól í skráningarmynd launa. Valinn starfsmaður kemur sjálfvalinn í valskjá.
Villumelding "Skrá" í launahring
Fyrir kemur að enginn starfsmaður uppfyllir kröfur um að birtast í útborgun launa þegar smellt er á Skrá í launahring. Ástæðurnar geta verið að um fyrstu útborgun launa sé að ræða og ekki búið að lesa gögn inn á starfsmenn.
Tengin launamanns við útborgun eru spjöldin Tenging innan fyrirtækis, Grunnlaun og Vinnutími. Þau þurfa að vera til fyrir starfsmann í réttu fyrirtæki m.v. valda útborgun.
Önnur ástæða getur verið að valinn hafi verið útborgunarhópur í útborgun sem enginn starfsmaður hafi fengið úthlutað.
Ef þetta kemur fyrir og smellt er á hnappinn Skrá í launahring, þá kemur eftirfarandi villumelding í hægra neðra hornið á Kjarna:
"Vinsamlega athugið skráningar starfsmanna. Starfsmenn þurfa að hafa skráðar upplýsingar í spjöldin Tenging innan fyrirtækis, Grunnlaun og Vinnutími."
Trégerð í launaskráningu
Bætt hefur verið við vali í þá mynd sem opnast þegar hægrismellt er á starfsmenn í trégerð í launaskráningu. Fyrir var "Flokka" en nú hefur verið bætt við "Víkka" og "Fella"
Víkka opnar á sýn á öll spjöld allra starfsmanna.
Fella dregur allt saman þannig að aðeins nöfn starfsmanna séu sýnileg.
Bankareikningar nýskráning - athugasemd kemur ef það vantar að skrá inn í svæði
Þegar nýtt bankaspjald er stofnað kemur athugasemd ef Tegund reiknings, bankanúmer, höfuðbók eða reikningsnúmer vantar.
Format á upphæðum
Eftirfarandi krónutölur eru nú formattaðar með punkti fyrir hver þúsund:
Launatöflur
Nýju launaþrepin, þ.e. núllta þrep og þrep 13 til 25 eru nú formöttuð með punkti fyrir hvert þúsund, eins og eldri þrepin.
Skattkort
Upphæðir í svæðinu Ónotaður afsláttur eru formattaðar með punkti fyrir hvert þúsund, bæði í spjaldinu sjálfu og í listanum í hliðarvali Kjarni > Mannauður > Skattkort
Afritstaka af launafærslum í útborgun
Í skráningu launa var aðgerðum til afritstöku bætt inn í aðgerðatannhjól. Þessar aðgerðir eru Afrita launafærslur, Skoða afritaðar launafærslur og Endurheimta afrit.
Þegar útborgun er lokað verður sjálfkrafa til afrit af öllum færslum í útborgun.
Skrá laun - flokkun starfsmanna í starfsmannatré
APPAIL-2168
Bætt var við flokkunum kennitala, starfsmaður nr. og launamaður nr. í flokkun á starfsmannatré í launaskráningu.
Aldurshækkanir
Aldurshækkanavirknin hefur verið yfirfarin. Sjá leiðbeiningar hér.
Intellectaskýrsla
Skýrsla sem innheldur upplýsingar fyrir Intellecta launakönnun. Sjá leiðbeiningar hér.