...
Nú er hægt að afrita eldri auglýsingar á ráðningarvefnum. Þetta er aðeins hægt að gera úr lista sjónarhorninu.
Síur haldast inni þegar farið er til baka í lista sjónarhorni.
Nú haldast síur í lista inni þegar farið er til baka eftir að hafa skoðað umsóknir.
Ráðningar/Onboarding fært til í hliðarvalmynd.
Ráðningar/Onboarding var fært undir Ráðningarferli í hliðarvalmyndinni vinstra megin.
Hraðamál þegar mikið af gögnum eru komin inn.
Þegar margar umsóknir voru komnar inn á auglýsingu var talsverður hægagangur þegar farið var á milli umsókna. Þetta hefur nú verið lagað.
Stofnun starfsmanns frá ráðningahluta - Viðbót.
Nú fyllist út í svæðin Fornafn, Millinafn og Eftirnafn í starfsmannaspjaldi starfsmann þegar hann er ráðinn frá ráðningarhlutanum (bæði á vefnum og í client).
Viðbætur í yfirliti umsækjanda.
Flísinni Nánasti aðstandandi var bætt við á yfirlit umsækjanda. Ef spurningar um nánasta aðstanda eru settar í auglýsingu þá munu svörin við henni birtast á þessari fllís. Þeir viðskiptavinir sem vilja ekki láta þessa flís birtast geta tekið út hakið í listanum Sýnileg gögn.