...
Fyrirtæki er nú hægt að draga inn í listann Ráðningarsamningur sem aðgengilegur er í hliðarvalmynd undir Kjarni > Skýrslur.
Ráðningarsamningur og Formbréf - grunnur - leit eftir launamannanúmeri
Í listunum Ráðningarsamningur og Formbréf - grunnur er nú hægt að leita eftir launamannanúmeri til viðbótar við þá leitarmöguleika sem þegar voru til staðar.
Viðhald á flokkun fyrir jafnlaunavottun
Flokkun fyrir jafnlaunavottun var aðgengileg í listanum Stöður og henni var hægt að viðhalda inni í stofnspjaldi fyrir stöður. Nú er aftur á móti einnig hægt að viðhalda flokkuninni beint í .Select listanum Stöður sem flýtir fyrir flokkun.
Listi yfir bréf síast út frá Tegund bréfs
Þegar verið er að senda út bréf á starfsmenn er nú hægt að sía listann yfir bréf eftir Tegund bréfs þannig að eingöngu birtist þau bréf sem tilheyra þeirri tegund sem valin er.
Laun með álagi í listann Grunnlaun
Uppreiknað svæði með álagi úr grunnlaunaspjaldi sinnum laun er nú hægt að draga inn í listann Grunnlaun.
Starfsmannamyndir birtast réttar í starfsmannaspjaldi
Starfsmannamyndir voru að birtast á hlið í starfsmannaspjöldum, það hefur nú verið lagað.