Áminningar - Ástæða ráðningarmerkingar
Núna er hægt að senda áminningu út frá ástæðu ráðningarmerkingar í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Ef óskað er eftir aðstoð við uppsetningu á áminningu skal senda beiðni á service@origo.is
Áminningar - Samskiptaspjald
Bætt hefur verið við virkni að senda áminningar fyrir samskiptaspjaldið. Senda skal beiðni á service@origo.is ef óskað er eftir aðstoð við að setja upp áminningu fyrir samskiptaspjaldið.
Áminningar - Gátlistar og Réttindi
Áminningar fyrir gátlista og réttindi voru ekki að sendast út. Þetta hefur verið lagað.
Skipurit
Táknum í skipuriti hefur verið breytt í samræmi við það sem er í starfsmannatrénu.
Hæfni - Flokkanir
Bætt hefur verið við Flokkun fyrir hæfni. Er þetta Flokkun sem er tengd á tegund hæfni og því hægt að flokka saman nokkrar tegundir í sama flokk.
Hæfni - Gildistími
Bætt hefur verið við gildistíma í árum líkt og er fyrir Réttindi. Þegar Hæfni sem er með gildistíma er skráð á starfsmann fær færslan sjálfkrafa endadagsetningu út frá þeim gildistíma sem er á hæfninni.
Hæfni - Kjarnahæfni
Bætt var við merkingu Kjarnahæfni á Hæfni. Hægt er að haka í þessa merkingu, Kjarnahæfni, á hæfninni sjálfri og birtist þetta í hæfnispjaldi starfsmanns og í lista yfir hæfni starfsmanna.
Hæfni - vöntunarlisti
Bætt var við lista Vöntunarlisti - hæfni. Listann má finna undir Skýrslur. Listinn birtir þá starfsmenn sem eru ekki með skilgreinda hæfni (valin í valskjá) skráða á sig eða hæfnin er runnin út.
Hæfni - geta falið hæfni á umsóknarvef
Búið er að bæta við haki Fela á vef í stofngögnum fyrir hæfni. Ef hakað er í þetta þá birtist hæfnin ekki í lista á umsóknarvefnum en hún birtist áfram í lista á starfsmannavefnum og Kjarna vefnum.