...
Búið er að skilyrða tegund skjals þegar skjal er hengt á starfsmann í viðhengjaspjaldi. Er því ekki hægt að hengja skjal á starfsmann án þess að velja inn tegund skjals.
Hlutlaus breytt í Kynsegin
Kyninu Hlutlaus hefur verið breytt í Kynsegin.
Þjóðskrártenging sæki líka þjóðerni og kyn við uppfærslu
Búið er að bæta við þjóðskrártenginguna að hún sæki núna líka þjóðerni og kyn þegar starfsmaður er uppfærður í Kjarna út frá þjóðskrá.
Breytt heiti á aðgerðinni fyrir uppfærslu við þjóðskrá
Heiti á aðgerðinni fyrir uppfærslu við þjóðskrá var Uppfæra heimilisföng starfsmanna. Eftir að bætt var við þessa tengingu líka uppfærslu á þjóðerni og kyni hefur heitinu á aðgerðinni verið breytt í Þjóðskrá - Uppfæra gögn starfsmanna.
Vöntunarlisti - Réttindi
Búið er að uppfæra listann Vöntunarlisti - Réttindi þannig núna er nóg að skrá bara dagsetningu í Réttindi til til að starfsmaðurinn komi ekki upp í listann. Það verður að vera skráð dagsetning í þetta svæði, Réttindi til, til þess að starfsmaðurinn komi ekki upp í þessum lista.
Listinn Starfsmenn - bætt við svæðum
Bætt var við svæðum í listann Starfsmenn m.v. aðallaunamannanúmer. Þetta eru svæði úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Þannig ef starfsmaður er í fleiri en einu starfi (á fleiri en eitt launamannanúmer) þá koma upplýsingar m.v. aðal launamannanúmerið í þennan lista. Ef óskað er eftir að fá upplýsingar um öll launamannanúmer þarf að taka út listann Tenging innan fyrirtækis.
Áminningar - símanúmer ekki að koma í tölvupósti
Ef símanúmer starfsmanns var í sniðmáti fyrir áminningar var það ekki að skila sér í tölvupóstinum. Þetta hefur verið lagað.
Athugasemd bætt við breytingu á skipulagseiningu/stöðu
Búið er að bæta við athugasemd þegar skipt er um fyrirtæki á skipulagseiningu eða skipt er um skipulagseiningu á stöðu til að láta vita að þetta hefur áhrif í Tenging innan fyrirtækis spjald starfsmanna.
Starfsmannalisti á Kjarna vef - birtir starfsmenn sem ekki hafa hafið störf
Starfsmannalistinn á Kjarna vef birtir núna líka þá starfsmenn sem ekki hafa hafið störf.
Eigandi skjals fylgi tegund skjals
Þegar verið var að hengja skjal á starfsmann í viðhengjaspjaldinu þá þurfti að velja inn eiganda skjals sérstaklega. Núna þegar tegund skjals er valið inn kemur eigandinn sem skilgreindur er í stofngögnum. Hægt er að yfirskrifa eigandann ef það á við.