...
Í útgáfu 23.3.1 var bætt við að hægt væri að vera með stillingu fyrir tvö tímaskráningakerfi í Kjarna sem hægt er að velja úr þegar starfsmaður er ráðinn. Þessari virkni hefur núna verið bætt við í ráðningarferil og starfsmannaferil á Kjarna vef. Hægt er að smella á heitið á kerfinu í valinu en þá þarf að bæta því við í lýsingu á stillingunni. Ef óskað er eftir aðstoð við þessa virkni skal senda beiðni á service@origo.is
Launafjárhæðir yfir í My Time Plan
Gerð hefur verið sú breyting á skýrslu í Kjarna sem skilar launafjárhæðum yfir í MTP að ef upplýsingum er breytt í grunnlaunaspjöldum eða föstum launaliðum þá uppfærast fjárhæðir í skýrslunni.
Tenging við My Time Plan - viðbætur
Búið er að bæta við að núna fer byrjunardagsetning, starfshlutfall og tegund vinnskyldu yfir í My Time Plan úr Kjarna. Byrjunardagsetningin er dagsetningin sem er í reitnum Ráðningardagsetning í starfsmannaspjaldi starfsmanns, starfshlutfall kemur úr vinnutímaspjaldi en tegund vinnuskyldu þarf að setja í stillingu sem sjálfvalið gildi sem allir starfsmenn stofnast með í MTP. Senda skal beiðni á service@origo.is ef óskað er eftir að bæta við stillingu fyrir tegund vinnuskyldu.
Auk þess er búið að bæta við að ef starfsmaður hættir störfum þá óvirkjast hann í MTP, þ.e. hann fær endadagsetningu í Employments í MTP. Eins og er, er þessi virkni bara þegar starfsmaður er skráður hættur m.v. daginn í dag eða aftur í tímann. Virknin er ekki komin þegar starfsmaður er skráður hættur fram í tímann, þá skilar dagsetningin sér ekki í MTP.