...
Útbúin var vefþjónusta fyrir starfslok. Ef óskað er eftir að fá upplýsingar um þessa vefþjónustu skal senda beiðni á service@origo.is
Vefþjónusta - kennitölur með opin grunnlaunaspjöld
Bætt var við vefþjónustu þar sem hægt er að fá upp allar kennitölur sem eru með opin grunnlaunaspjöld m.v. daginn í dag.
Aðgangur takmarkaður að Kjarna vef
Búið er að takmarka aðgang að Kjarna vef og þarf núna að vera aðgangur í hlutverki notanda til að hann geti skráð sig inn á Kjarna vefinn. Admin notandi kemst alltaf inn á Kjarna vefinn. Búið er að uppfæra öll hlutverk á kerfum viðskiptavina sem eiga að hafa aðgang að Kjarna vef en ef notandi lendir í vandræðum með að skrá sig inn skal senda beiðni á service@origo.is
Aðgangsstýring að skýrslunum Stórafmæli, Starfsafmæli og Starfsmannavelta
Núna er hægt að gefa aðgang að skýrslunum stórafmæli, starfsafmæli og starfsmannaveltu í hlutverkum fyrir notendur með takmarkaðan aðgang.
Tenging við Eloomi Infinite
Búið er að útfæra tengingu við Eloomi Infinite. Í þessari tengingu er einungis starfsmannaupplýsingar sendar yfir. Skipurit er ekki í tengingunni við Eloomi Infinite né að senda upplýsingar um námskeið frá Eloomi yfir í Kjarna.