...
Sýn á skjalaskápinn hefur verið bætt við starfsmannavefinn þannig að nú getur starfsmaður séð þar lista yfir þau fylgiskjöl sem tengd eru á hann, að því gefnu að hann hafi aðgang að þeirri viðhengjategund. Skjalaskápurinn er aðgengilegur undir Valmynd. Ef viðskiptavinir vilja nýta þessa virkni á starfsmannavefnum þá þarf að senda póst á service@appliconservice@origo.is svo opnað sé fyrir virknina á vefnum og viðkomandi aðgangi sé bætt í hlutverkið fyrir notendur starfsmannavefsins. Tilgreina þarf í póstinum hvaða skjalategundum starfsmenn eiga að hafa aðgang að og hvaða aðgangsheimildir þeir eiga að hafa fyrir hverja skjalategund, t.d. aðgang að því að opna skjal, tengja á sig nýtt skjal af þessari tegund og/eða eyða skjali.
Stillingar fyrir starfsmannavef inni í Kjarna
Búin hefur verið til stillitafla inni í Kjarna þar sem hægt er að setja inn stillingar fyrir starfsmannavefinn, t.d. ef fela á ákveðna virkni á starfsmannavef tiltekins viðskiptavinar. Áður voru þessar stillingar eingöngu vefmeginn og þurfti þá að uppfæra vef viðkomandi viðskiptavinar til þess að stillingarnar tækju gildi.
Starfsaldur á starfsmannavef
Áður var bara verið að birta Starfsaldur til launa á starfsmannavef en nú hefur einnig verið bætt inn möguleikanum á að birta Starfsldur til viðurkenninga. Það er nú stillingaratriði hvaða svæði eru birt á starfsmannavef þannig að hægt er að birta báðar starfsaldurstegundirnar, aðra hvora eða hvoruga. Ráðgjafar Origo geta aðstoðað við þessar stillingar.