...
Núna er í boði að tengja gátlista á starfsmann í lok ráðningarferils/starfsmannaferils.
Óvirkja gátlistasniðmát og breyta heiti
Núna er hægt að óvirkja gátlistasniðmát sem ekki eru lengur í notkun. Birtast þau þá ekki í listanum yfir gátlistasniðmát þegar verið er að tengja gátlista á starfsmann. Það er líka í boði núna að breyta heiti gátlista en áður var það ekki hægt ef byrjað var að vinna með gátlistann.
Hættir starfsmenn að birtast þegar verið er að tengja gátlista
Hættir starfsmenn voru að birtast í starfsmannalistanum í reitnum Sendist til. Þetta hefur verið lagað.
Bæta við síum í Tengdir gátlistar
Bætt var við síum á dálkana Skipulagseining og Staða í listanum Tengdir gátlistar.
Tegund ráðningar bætt við í Tengdir gátlistar
Dálknum Tegund ráðningar hefur verið bætt við í listann Tengdir gátlistar. Er hann núna sem val undir Sýnileg gögn.
Starfsmannanúmer ábyrgðaraðila í stað launamannanúmers þegar gátlisti er tengdur á starfsmann
Breyting var gerð að starfsmannanúmer ábyrgðaraðila er vistað í stað launamannanúmers þegar gátlisti er tengdur á starfsmann. Þegar launamannanúmer var vistað fyrir ábyrðgarmanninn var það að valda vandræðum fyrir notendur með takmarkaðan aðgang. Þetta á bara við um ábyrgðaraðilann, launamannanúmerið vistast áfram fyrir starfsmanninn sem verið er að tengja gátlista á.