...
Í einhverjum tilvikum getur þurft að stofna marga notendur í einu, t.d. fyrir notkun á starfsmannavef, og þá er fyrrnefnd aðgerð ekki nægilega hentug. Það var því útbúin ný aðgerð sem gerir notanda kleift að stofna marga notendur út frá listanum Starfsmenn sem er aðgengilegur í hliðarvalmynd undir Kjarni > Mannauður. Það er einnig hægt að nota þessa aðgerð til þess að stofna einn notanda.
Áður en notendur eru stofnaðir þarf að tryggja að þeir séu með skráð notandanafn og netfang. Það er einfalt að sjá í listanum Starfsmenn. Ef notandanafn og/eða netfang er ekki skráð þá er hægt að tvísmella á viðkomandi starfsmanna starfsmann (ef notandi er í venjumlegum venjulegum lista), skrá viðeigandi upplýsingar og vista færsluna, eða (ef notandi er í .Select lista) slá viðeigandi upplýsingar í tilheyrandi svæði og vista listann.
...
Spurt er hvort senda eigi notendum tölvupóst með notandanafni og lykilorði. Það er óþarfi að svara því játandi ef til staðar er SSO tenging við Active Directory þannig að starfsmaður skráist sjálfkrafa inn í Kjarna með Windows notandanafninu sínu. Ef sú tenging er aftur á móti ekki til staðar þá er spurningunni svarað játandi. Það er stillingaratriði hvort tölvupósturinn sendist á vinnunetfang eða prívatnetfang ef viðkomandi starfsmaður er ekki með vinnunetfang.
Hægt er að breyta textanum sem sendist út í tölvupósti til nýrra notenda. Textinn er aðgengilegur undir Kjarni > Stofnskrár > Bréf. Bréfið heitir Bréf fyrir stofnun notanda. Ekki er mælt með því að bæta inn í bréfið slóðinni sem Kjarni er sóttur á því ef tölvupósturinn kæmist í rangar hendur þá inniheldur hann allar upplýsingar þannig að sá sem hann kæmist í hendurnar á geti sótt Kjarna og skráð sig inn.