...
Búið er að bæta við námskeiðsmati í Kjarna, þannig að nú er hægt að stofna námskeiðsmat í kerfinu. Námskeiðsmatið er með sömu virkni og spurningar í ráðningum, frammistöðumati og gátlistum.
Netfangi bætt við þátttakendalista
Netfangi starfsmanns var bætt við þátttakendalistann. Það er nú hægt að draga inn í listann með því að fara í Velja dálka. Þetta er persónulegt netfang starfsmanns en vinnunetfangið var fyrir í listanum.
Fjöldi tíma í greiningu þátttakendalista
Fjöldi tíma var ekki að skila neinni niðurstöðu þegar svæðið var dregið inn í greiningu (pivot) þátttakendalista. Þetta hefur nú verið lagað.
Svæðum bætt við í Námskeiðslista
Bætt var við svæðunum Námskeiðsflokkur og Innri leiðbeinandi í Námskeiðslista.
Starfsmannanúmeri bætt við sem vali þegar þátttakendur eru skráðir á námskeið
Starfsmannanúmeri hefur verið bætt við sem vali í listann þegar verið er að skrá þátttakendur á námskeið.
Námskeið ekki að birtast í námskeiðstré
Þegar námskeið voru stofnuð voru þau ekki að birtast í námskeiðstré. Þetta hefur verið lagað.