Starfsmannatré í skráningu launa
APPAIL-5814
Bætt var inn flokkum til að raða starfsmannatré í launaskráningu, nú er hægt að raða eftir númeri kostnaðarstöðva og númeri skipulagseininga. Einnig er hægt að velja hvaða flokkun er sýnd fyrir framan launamannúmerið.
Sjálfgefið gildi fyrir bæði starfsmanna- og launaskráningartré er : "{OrgCompanyUnitName} - {EmployeeDetailID}"
Xap gildi fyrir starfsmannatré: "Poet.EmployeeTree.EmployeeDetailCaption"
Xap gildi fyrir launaskráningartré: "Poet.PayEmployeeTree.EmployeeDetailCaption"
Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Ráðgjöfum Origo
Viðbótaupplýsingar á Verk vegna útreiknings uppmælinga
Í skjámynd fyrir verk var bætt inn nokkrum svæðum fyrir útreikning uppmælinga. Útreikningur uppmælinga er ný virkni sem nýtist þeim sem greiða laun samkvæmt uppmælingu en hefur ekki áhrif á eldri virkni Verka.
Birting verkefnis á launaseðli
Bætt hefur verið inn þeim möguleika að birta verkefni á launaseðli. Hægt er að velja um að birta númer, heiti eða bókhaldslykil verkefnis með eða án sviga.
Þetta er stillt undir Launaseðill - uppsetning.
Hægt er að fá aðstoð við stillingar hjá Ráðgjöfum Origo.