...
Bætt hefur verið við stillingu þannig að hægt sé að kveikja á því að meldingin "Skráning hefur verið send starfsmannasviði til yfirferðar." komi upp þegar starfsmaður skráir á sig námskeiðsfærslu á starfsmannavef. Þetta er í tengslum við atriðið hér að ofan.
Frammistöðumat - Starfsmannavefur geymir skráningu
Því hefur verið bætt við starfsmannavefinn að ef notandi er að vinna í að fylla út í frammistöðumat og klárar það ekki áður en það kemur "timeout" á innskráninguna hans eða ef notandinn lokar vafranum án þess að hafa vistað það sem búið var að skrá þá geymi vafrinn í minni það sem hafði verið skráð. Þegar notandinn skráir sig aftur inn á vefinn þá eru þessar upplýsingar ekki tapaðar heldur birtast þegar hann fer aftur inn í útfyllingu frammistöðumatsins. Þessar niðurstöður geymast í minni vafrans í 8 klst. Ef notandinn opnar vafrann eftir að 8 klst. eru liðnar frá því að hann var að skrá inn í frammistöðumatið þá eru upplýsingarnar aftur á móti tapaðar.