Rafrænar undirritanir - Tölvupóstur á aðila þegar skjal hefur verið undirritað
APPAIL-7119
Bætt hefur verið við virkni þannig að hægt er að láta sjálfkrafa sendast póst á tiltekinn/tiltekna aðila, t.d. launafulltrúa, þegar skjal hefur verið undirritað af öllum aðilum.
Rafrænar undirritanir - Breytingar á tækniheitum “mail merge” svæða í sniðmátum
Það hafa verið gerðar breytingar á tækniheitum “mail merge” svæða fyrir starfsmannaspjaldið í sniðmátum. Ef viðskiptavinir hafa nú þegar útbúið sniðmát fyrir rafrænar undirritanir þá þarf að eyða út úr þeim sniðmátum svæðum úr starfsmannaspjaldinu og velja þau svæði svo aftur inn í sniðmátin.
Teymið mitt - Orlofsupplýsingar
...
Undir Teymið mitt voru upplýsingar starfsmanna ekki að uppfærast rétt þegar farið var á milli þeirra með því að nota örvarnar á lyklaborðinu. Þetta hefur nú verið lagað.
Teymið mitt - Skjöl
Á flísinni Skjöl undir Teymið mitt var bætt við upplýsingum um tegund skjals fyrir aftan hvert skjal/viðhengi.