Skjalaskápur er innbyggður í Kjarna þar sem hægt er að halda utan um öll þau skjöl sem tilheyra starfsmanni, umsækjanda, námskeiði eða starfi. Einnig er hægt að hafa hlekk á viðhengi í ytra skjalakerfi.
Skjöl starfsmanna er hægt að nálgast í gegnum spjaldið Viðhengi í starfsmannatré auk þess sem hægt er að komast í viðhengjaspjaldið í gegnum öll spjöld starfsmannsins.
Þegar komið er inn í spjaldið er hægt að tengja nýtt skjal á starfsmann með því að smella á + hnappinn. Smellt Stofna færslu (græna plúsinn). Til að velja inn nýtt skjal er annað hvort hægt að smella á Sækja skjal og þegar eða draga inn skjalið úr möppu inn í reitinn og "sleppa". Þegar skjalið er sótt þá fyllist sjálfkrafa út í Heiti skjals.
Valin er Tegund skjals eftir því hvernig skjal er verið að vista. Mikilvægt er að velja svo inn rétta Tegund skjals þar sem aðgangsstýringar eru niður á tegundir skjala. Tegund skjals getur t.d. verið starfsferilsskrá, prófskírteini eða ráðningarsamningur.
Sjálfkrafa er fyllt úg svæðið Eigandi skjals = Starfsmaður og Númer eiganda skjals = starfsmannanúmer þess starfsmanns sem unnið er með. fyllist út í svæðin Eigandi skjals út frá því sem skilgreint er á tegund skjalsins sem var valin. Númer eiganda skjals kemur sjálfkrafa m.v. þann starfsmann sem unnið er með ef eigandi skjals er starfsmaður eða launamaður. Ef eigandi skjals er annað (t.d. umsækjandi eða umsókn) þarf að velja réttan eiganda skjals og fylla aftur út í Númer eiganda skjals.
Að lokum er skráð Lýsing, ef við á, og smellt á Stofna og loka.
Ef eigandi skjals er annað en Starfsmaður eða Launamaður, t.d. Umsækjandi þá þurrkast út starfsmannanúmerið í Númer eiganda skjals út. Velja þarf inn réttan eiganda skjals og þarf að velja númerið aftur inn á starfsmanninum/launamanninum. Ef ekkert númerið er valið inn þá kemur athugasemd.
Ef Tegund skjals er ekki til í listanum er hægt að bæta við skjalategund undir Stofnskrár > Skjalaskápur - Tegundir skjala.
Græni plúsinn valinn til að bæta við nýrri tegund skjals. Í svæðið Gildi kemur enska heitið fyrir tegundina.
Hægt er að aðgangsstýra viðhengjum starfsmanna sem eru í fleiri en einu starfi. Þá þarf að stofna Eigandi skjals Launamaður (í gildi er sett EmployeeDetail) undir Stofnskrár > Skjalaskápur-Eigendur skjala. Svo þegar viðhengið er sett á starfsmanninn þarf að velja Launamaður í flipanum Eigandi skjals á skjalinu sjálfu og þar er svo viðeigandi launamannanúmer valið inn.
Í viðhengjaspjaldi er einnig hægt að hafa hlekk á viðhengi í ytra skjalakerfi:
Hægt er að fá upp öll skjöl í kerfinu í listanum Mannauður > Viðhengi. Þar er svo hægt að sía í dálkum eins og t.d. sía á tegund skjals í reitinum Tegund skjals.
Undir Stofnskrár > Vöntunalisti - Skjöl er hægt að fá upp lista af starfsmönnum sem vantar ákveðnar tegundir skjala í sitt viðhengjaspjald. Dæmi; Ef það á að skoða hvaða starfsmenn eru ekki með ráðningarsamning í viðhengjaspjaldinu þá er Tegund skjals > Ráðningarsamningur valin inn og svo smellt á Sækja.