Bókhaldslykli skipulagseiningar bætt við í fyrirtækjalistann
Svæðinu "Bókhaldslykill skipulagseiningar" hefur nú verið bætt við í fyrirtækjalistann (PayRecord.Pivot). Athugið að ef að listinn er vistaður í hliðarvalmynd eða í möppur þarf að sækja hann aftur og vista upp á nýtt til að fá nýja svæðið inn í listann.
Lagfæring í skýrslu Kjararannsóknar
Ef að starfsmaður hætti í miðjum mánuði kom Kjararannsóknarskýrslan með villu um að ekki væri skráð atvinnugreinaflokkun á viðkomandi starfsmann. Þetta hefur verið lagfært og ef að starfsmaður fékk útborguð laun kemur hann alltaf í skýrslunni, óháð því hvort að hann sé með hættur færslu eða ekki í Tenging innan fyrirtækis.
Send vefskil - hver sending aðeins einu sinni
APPAIL-3290 Send vefskil - sama línan kemur mörgum sinnum
Hliðarval Kjarni > Laun > Aðgerðir / Send vefskil
Nú er tryggt að þegar yfirlit er skoðað yfir send vefskil, þá kemur hver sending aðeins einu sinni upp í listanum. Vísir sendingar er notaður til birtingar í lista.
Yfirskrift launaliðar
...
í fyrirtækjalista - nýr dálkur
Bætt hefur verið við nýjum dálki fyrir nafn launaliðar. Þetta er gert til þess að hægt sé að velja sérstaklega inn í fyrirtækjalista og aðra lista heiti launaliðar, í stað þess að fá yfirskrifað heiti hans úr launaskráningu.
...
Nýji dálkurinn heitir Launaliður nafn
Launamiðar - aðgerð sett í valtré
Í hliðarvali Kjarna > Laun er komin ný aðgerð : Launamiðar
Listinn Til minnis á helluvalmynd
Listinn Til minnis á helluvalmynd birtir núna bara þær færslur þar sem hakað er við Sýna. Þetta er hægt að stilla öðruvísi hjá viðskiptavinum sé þess óskað. Ráðgjafar Origo geta þá leiðbeint varðandi það.
FJS skýrsla til Fjársýslu ríkisins
APPAIL-3361 FJS Skýrsla - nýr dálkur
Bætt var við í skýrsluna dálkunum fyrir ISTARF/Starfaflokkun bæði númer og heiti.
ISTARF95_NR og ISTARF95_NAME
Flokkunarsvæði í fyrirtækjalista
APPAIL-3213 Launamiðar - aðgerð sett í valtré
Bætt hefur verið inn bókhaldslykli, bæði debet og kredit. Áður var bara vísirinni aðgengilegur, númer og nafn.
Teljari sem telur kennitölur í fyrirtækjalista.
APPAIL-3346 Fá "Count" inn í fyrirtækjalista (PayRecord.Pivot)
Kominn er teljari sem telur hversu oft hver kennitala kemur fyrir í útborgun. Þessi teljari er virkur í fyrirtækjalista.
Ekki er þörf á að vera með kennitölur eða nöfn valin inn í listann til að birta þennan teljara.
Um leið var bætt við teljara sem telur allar færslur.
Gera upp starfsmann - sækir ekki launalið fyrir uppbætur
Þegar starfsmaður var gerður upp komu ekki fram upphæðir á launaliðum fyrir uppbætur, desember og orlofsuppbót í launaskráningu. Ávinnslan var að skila sér en skuldbindingin ekki.
Þetta hefur núna verið lagað.
Gjöld starfsmanna - Tegund gjalda breyttist
Þegar tegundin "Óskilgreind" var falin i gjöldum starfsmanna, þá hliðraðist númeraröðin til og gjöld fengu ranga merkingu.
Þessu var ekki breytt til baka, þar sem allir viðskiptavinir hafa nú þegar breytt merkingum handvirkt hjá sér.
Afdregin gjöld sjást ekki á skráningu launa
Ef starfsmaður er með fleiri en eitt launamannanúmer, þá þarf að velja inn launamannanúmer, ef ekki á að nota aðal númer hans.
Gjöd eru aðeins sýnileg í launaskráningu á því launamannanúmeri sem skráð er í gjöldin.
Launamannanúmerið er ekki sýnilegt í gjaldaspjaldi starfsmanns, en hægt að keyra skipunina EmployeeMasterFee.List og velja dálkinn inn í þann Lista til að skipta um númer ef þarf.
Villa við að bakfæra laun
Villa sem kom upp við að bakfæra laun tengdist því að Kjarni var að leita að færslum merktum "Kom frá föstum liðum". Þessi leit var fjarlægð úr aðgerðinni. Allar færslur úr valinni útborgun eru nú bakfærðar án tillits til uppruna þeirra.
Bókunardagur bakfærðra launa
Bakfærð laun fá nú bókunardag starfsmanns í greiðslu útborgun.
Skuldbinding sækir ekki yfirskrifaða upphæð í fasta liði
Ef upphæð launaliðar er skráð í fasta liði starfsmanns, þá er sú uppæð nú notuð þegar skuldbinding er sótt.