...
Ef notandanafn var skráð í starfsmannaspjald þá myndaðist réttilega sjálfvirkt tenging á milli notandans og starfsmannsins. Ef notanafn notandanafn var aftur á móti skráð á starfsmann eftir á, þ.e. eftir að notandi hafði verið stofnaður fyrir þennan starfsmann, þá myndaðist ekki þessi tenging. Þessari virkni hefur núna verið bætt við þannig að það myndast alltaf tenging á milli starfsmanns og notanda (EmployeeXapUser) óháð því hvenær í röðinni notandanafn er skráð á starfsmanninn.
...
Hægt er að hafa stillingu í XAP > Gildi þar sem notandi verður óvirkur þegar starfsmaður hættir (Notandi óvirkjaður sjálfkrafa þegar starfsmaður hættir) en sú stilling virtist ekki vera að virka. Það hefur verið lagað.
...
Ný vefþjónusta hefur verið útbúin þar sem hægt er að fletta upp yfirliti yfir breytingasögu í Kjarna. Sendið póst á service@origo.is ef þið viljið nýta ykkur þessa vefþjónustu og við sendum ykkur skjölun og leiðbeiningar.
AD tenging horfir á aðallaunamannanúmer starfsmanns
AD tengingin horfir nú á aðallaunamannanúmer starfsmanns ef starfsmaður er með fleiri en eitt launamannanúmer.
Breytingar á hnöppum efst í Kjarna
Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á því hvaða hnappar birtast efst í Kjarna, t.d. Kjarna icon, þar sem í einhverjum tilvikum voru fleiri en einn hnappur sem gerði það sama.
Form á dagsetningum í formbréfum
Í formbréfum í Kjarna er form á dagsetningum mm/dd/yyyy. Hægt er að breyta þessu formi í formbréfum og er leiðbeiningar þess efnis að finna í handbókinni neðst í kaflanum Uppsetning formbréfa.
Birting skráa í Möppur hjá notendum með takmarkaðan aðgang
Ef nýjar skrár voru vistaðar niður og tengdar á tiltekin hlutverk þá tók oft tíma fyrir skrárnar að birtast hjá notendum með þessi tilteknu hlutverk. Þetta hefur nú verið lagað þannig að fríska hnappurinn á möpputrénu birtir skrárnar strax og smellt hefur verið á hann.