...
Ef gögnum er viðhaldið í .select lista þarf að velja vista svo breytingarnar haldi sér. Bætt hefur verið við meldingu þegar breytingar hafa verið gerðar á gögnum í .select lista án þess að vista hvort notandinn vilji örugglega loka listanum án þess að vista.
Athugið að þetta á við um þegar verið er að viðhalda gögnum í .select lista en ekki útliti listans. Ef verið er að breyta útliti á lista þarf að fara í hnappinn Geyma sniðmát.
Gildi í dálknum Starf ekki að birtast í listanum Grunnlaun
...
Í listanum Grunnlaun undir kerfishlutanum Mannauður var dálkurinn Starf að koma tómur. Þetta hefur verið lagaðkom dálkurinn Starf tómur. Þetta hefur verið lagað.
Starfsmaður stofnaður fram í tímann - starfsaldur ekki réttur í starfsmannaspjaldinu
Ef starfsmaður var stofnaður fram í tímann í tímann reiknaðist starfsaldur frá þeim degi sem starfsmaður var stofnaður en ekki frá þeim degi sem hann hefur störf í spjaldinu Starfsmaður. Þetta hefur verið lagað. Ef upp kemur að starfsaldur reiknast ekki réttur þarf að keyra aðgerðina Endurreikna starfsaldursviðmið sem er að finna undir Aðgerðir flipanum.
Svæði Lýsing bætt við spjaldið Hæfni
Bætt hefur verið verið svæðinu Lýsing í spjaldið Hæfni þar sem hægt er að skrá nánari lýsingu á þeirri hæfni sem skráð er á starfsmann.
Áminning fyrir upphaf starfs
Áminning fyrir upphaf starfs er að sendast þegar starfsmaður fær Í starfi færslu í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Áminning var því líka að sendast ef starfsmaður var að koma til baka úr fæðingarorlofi/leyfi/veikindaleyfi. Þetta hefur verið lagað og sendist áminningin fyrir upphaf starfs eingöngu ef engin færsla eða hættur færsla er til fyrir í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis.