...
Hægt er að velja fyrirtæki, ár og kostnaðarstöð. Einnig er hægt að velja út frá útborgunarnúmeri - ekki einungis útborgunarvísi eins og var.
Þessu til viðbótar var bætt við flýtiskráningu á bókunarmánuði. Bókunarmánuður er í raun greiðsluform starfsmanns. Nú er hægt að skrá 1 til að fá öll janúar laun í listann og 2 fyrir febrúar laun o.s.frv. Þegar búið er að skrá gildi í svæðið Bók.mánuður þá kemur rétt dagsetning í svæðið Bókunardagur í flipanum Færsla neðst í valskjánum. Hægt er að velja um hvor sækja eigi allar útborganir eða bara lokaðar útborganir. Þetta er líka hægt að nota fyrir áætlanir. Ef gera á samanburð á launum í janúar 2015 til 2017, þá þarf að byrja á því að skrá árin í ænýja valið Ár og síðan að smella á örina við hlið Útborgun vísir og velja þar hvort sækja eigi allar útborganir eða bara lokaðar útborganir. Eins og í öllum svæðum í valskjám er hægt að velja hér nokkra mánuði með því að skrá kommu á milli, dæmi : 1,2,3 sækir janúar, febrúar og mars.
Gagnagrunnsstækkun - ný svæði í launalínu
...
Keyra verður aðgerð á eldri færslur til að setja inn rétt gildi í færsluskrá. Farið er í skipun „PayRecordFix.Action“ og valin þau atriði sem á að laga. Ef ekki er búið að laga færsluskrárnar þá virkar valskjárinn ekki rétt ef sækja á færslur út frá þessum nýju gildum. Ef óskað er aðstoðar ráðgjafa AppliconOrigo, þá vinsamlega sendið beiðni á service@appliconservice@origo.is
Kjaramálagjald í gjaldategund stéttarfélaga
...