...
Aðgerðin "Skattkort yfir áramót" núllstillir ónýttan persónuafslátt og setur síðasta dag ársins í síðast notað.
Þeir sem hafa aðgang að því að keyra skipanir í vinstra neðra horni í Kjarna, þeir geta keyrt þessa skipun upp og hreinsað út ónýttan persónuafslátt og sett dagsetninguna síðast notað á 31.12.2017.
Skipun skráð í skipanaglugga : PayEmployeeTaxCardZero.Action
Upp kemur valskjár með nýja árið sjálfvalið 2018. Þar þarf að haka við Núllstilla persónuafslátt og Geyma niðurstöðu og smella loks á Framkvæma.
Þá sprettur fram lítill gluggi sem segir notanda hvað Kjarni muni gera, ef það er rétt þá er valið Já, annars Nei eða Hætta við.
Innlestur gjaldheimtugjalda frá RSK - default gildi
Nú kemur sjálfvalið "Eingreiðsla" í tegundu greiðslu. Áður kom það gildi sem var notað síðast.
Bunkainnlestur - skilyrt að velja útborgun
Nú verður að velja útborgun þegar bunki er lesinn inn í skráningu.