Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

...

Vista hnappi hefur verið bætt inn á alla flipa námskeiðs, þ.e. Stofngögn, Tími og markhópur og Þátttakendur. Það er því núna hægt að vista breytingar í hverjum flipa fyrir sig án þess að þurfa að fara í Geyma og loka til þess að vista þær breytingar sem gerðar hafa verið.

Fríska uppfærir uppbyggingu námskeiðstrés

APPAIL-2853

Ef uppbyggingu námskeiðstrés var breytt, t.d. með því að tengja námskeiðsflokk á yfirflokk, þá uppfærðist tréð ekki þrátt fyrir að smellt væri á fríska hnappinn. Þetta hefur nú verið lagað. 

Netfangi bætt við í þátttakendalisti á námskeiði

APPAIL-3006

Bætt hefur verið við netfangi og netfangi vinna í þátttakendalistann í flipanum Þátttakendur inni á námskeiði.

Staðfesting eða breyting á námskeiði - þátttakandi án netfangs

APPAIL-3004 og APPAIL-3012

Upp kom að ekki var hægt að staðfesta námskeið eða breyta t.d. tímasetningu námskeiðs ef einhver þátttakendanna var ekki með skráð netfang. Þetta hefur nú verið lagað. Það kemur eins og áður upp melding ef netfang vantar á einhverja þátttakendur, og þar er listað upp hvaða þátttakendur eru ekki með skráð netfang, en þessi melding stoppar ekki staðfestingu eða breytingu á námskeiði.