...
Þegar ákveðnar upphafsvalmyndir eru opnaðar eða keyrðar upp hefur komið upp villa sem tengist myndum og listum af afmælis- og starfsafmælisbörnum sem hefur valdið því að listarnir eru ekki að birtast með réttum starfsmönnum. Þessi villa hefur nú verið lagfærð.
Aðgangsmál tengd yfirmannaaðgangi
APPAIL-3163 & APPAIL-3173
Bætt var inn virkni fyrir aðgang yfirmanna í tengslum við launaseðla í launaáætlun og tengt frávikum einstakra yfirmanna í launaskýrslum.
Vinnustund - kjarasamningur uppfærist
APPAIL-3142
Gerð var breyting tengt uppfærslu á kjarasamningi starfsmanns í Vinnustund.
Intellecta - Hópur
Í stofnupplýsingum fyrir stöður var bætt við vali fyrir hóp í flipann intellecta.
Intellecta - Flokkun í skýrslu
Svæðunum hópur, samningur, ráðningarmerking og tegund ráðningar var bætt inn sem viðbótarsvæðum sem hægt er að velja inn í skýrsluna.
Intellecta - Útskriftarár grunnnáms
APPAIL-3239
Horft var á hæsta menntunarstig þegar útskriftarár grunnnáms var fundið en ekki átti að miða við hæsta menntunarstig. Það hefur nú verið lagað.
Intellecta - Menntunarsvið og gildistími menntunar
APPAIL-3241
Menntunarsvið skilaði sér ekki í skýrsluna nema skráður væri gildistími menntunar. Þetta hefur nú verið lagað þannig að menntunarsvið skili sér í skýrsluna hvort sem gildistími menntunar er skráður eða ekki.
PwC - Skýrslan og stofngögn
APPAIL-3126
PwC skýrslunni hefur verið bætt inn í Kjarna. Hún er aðgengileg í hliðarvalmynd undir Kjarni > Skýrslur. Setja þarf upp dálkalista til notkunar í skýrslunni. Ráðgjafar Origo geta aðstoðað við gerð dálkalistans.
Eftirfarandi stofngögnum hefur verið bætt inn í Kjarna til notkunar í PwC skýrslunni.
- Stigi menntunar hefur verið bætt á Gráðu
- Stöðu starfsmanns gagnvart öðrum sem gegna sama starfi, Er starfsmaður einn af æðstu stjórnendum fyrirtækisins? og Staða/þrepanúmer æðstu stjórnenda í skipuriti hefur verið bætt á Stöðu.
- Stilling fyrir þá Tegund starfsaldurs sem miða á við. Stillingin er PwC.SeniorityID í XAP > Gildi.
Sjá leiðbeiningar hér.