...
Því hefur nú verið bætt við flýtiráðninguna að hún styðji skilyrðingar. Endilega sendið póst á service@applicon.is ef óskað er eftir því að skilyrða eða setja viðvörun á tiltekin svæði í flýtiráðningunni.
Tenging innan fyrirtækis - melding ef ekki gild færsla
APPAIL-4422
Það þarf alltaf að vera skráð gild færsla í spjaldið Tenging innan fyrirtækis, þ.e. nýjasta færslan í spjaldinu þarf að gilda til 31.12.9999, hvort sem það er Í starfi færsla, Hættur færsla eða færsla með aðra ráðningarmerkingu. Áður var hægt að vista spjaldið án þess að einhver færslan gilti til 31.12.9999. Þetta gat valdið vandræðum ef notendur gerðu sér ekki grein fyrir þessu. Til þess að tryggja að þetta geti ekki gerst hefur nú verið bætt inn villumeldingu ef notandi reynir að vista spjaldið Tenging innan fyrirtækis án þess að nýjasta færslan gildi til 31.12.9999. Ef slík melding kemur upp þá þarf notandi að laga skráninguna til þess að geta vistað spjaldið.