...
Líkamsræktarstyrkur á starfsmannavef
Gerðar voru breytingar í tengslum við líkamsræktarstyrk á starfsmannavef. Eftir þessar breytingar er hægt að hafa mögulega upphæð skilgreinda í stillitöflu og starfsmaður skráir inn þá upphæð sem sótt er um í hvert skipti ásamt því að setja inn kvittun, eins og áður var. Starfsmannavefurinn stoppar starfsmanninn af ef skráð er inn hærri upphæð en starfsmaður á eftir ónýtta. Þegar sótt er um líkamsræktarstyrk á þennan hátt í gegnum starfsmannavefinn (Ef tegund styrks = Líkamsræktarstyrkur er notuð) þá vistast niður færsla í spjaldið Fastir launaliðir. Sjá , sú færsla er þá með upphafs- og endadag sem fyrsta dag næsta mánaðar og þann launalið sem skilgreindur er í dálkinum Launaliður nr. Launaliðinn þarf að stilla sem eftirá launalið (í Tímabil og Greiðsluform) til þess að allt virki rétt. Sjá nánari upplýsingar hér um þær stillingar sem þarf að setja inn til þess að virkja þetta. Ef aðstoð óskast við að setja inn viðeigandi stillingar skal póstur sendast á service@origo.is.
...