Þegar listi með raungögn er opnaður kemur upp valskjár þar sem valdar eru inn forsendur í listann. Þegar listi með stofngögn er opnaður koma upp þær færslur sem hafa verið lesnar inn eða skráðar í kerfið. Ekki er hægt að skrá inn gildi beint í þann lista sem opnast. Ef valinn er Select hnappur í tækjastikunni opnast listinn í öðrum glugga í breytingarham. Til að stofna, eyða eða afrita færslu eru notaðir viðeigandi hnappar í tækjaslánni. | |
Kerfið kemur sjálfkrafa upp með ákveðna röðun á dálkum í listanum. Hægt er að endurraða listanum með því að draga dálkana fram- eða aftur fyrir hvorn annan. Til að taka út ákveðna dálka sem eru í lista er smellt með músinni á viðkomandi dálk, takkanum haldið inni og dálkurinn dreginn inn á miðjan lista þar sem músarhnappnum er sleppt. | |
Til að bæta við nýju gildi (dálk) í listann er smellt á þennan hnapp hnappinn Velja dálka í tækjaslánni en þá opnast listi yfir þau gildi sem í boði er að setja inn í listann. Hægt er að leita í listanum með því að skrá heiti dálks í "Search for a column...". Til að setja gildi inn í listann er smellt á gildið, takkanum haldið inni og gildið dregið inn í listann þar sem það á að vera. . Einnig er hægt að tvísmella á gildið og bætist það þá aftast í listann. Það fer eftir listum hvaða gildi eru í boði að bæta við við í listann. |
Page Comparison
General
Content
Integrations