Persónuupplýsingar að uppfærast í listanum Auglýsingasvör
Þegar umsækjandi uppfærði persónuupplýsingar í umsókn þá voru þær ekki að uppfærast í listanum Auglýsingasvör þrátt fyrir að uppfærast í grunnupplýsingaspjaldinu. Þetta hefur verið lagað.
Aðgerð í hliðarvalmynd
...
- Eyða gömlum umsóknum
Bætt hefur verið við aðgerð í hliðarvalmynd til að eyða gömlum umsóknum. Er aðgerðin undir Kjarni > Ráðningar > Eyða gömlum umsóknum og þarf notandinn að samþykkja að eyða eigi umsóknum þegar aðgerð er valin. Stillt er í Xap > Gildi hve gömlum umsóknum á að eyða (mánuðir) og er stillingin RCApplicant.DeleteOlderThan.
Spurningar fyrir viðhengi - tengt við tegund viðhengis
Bætt var við í spurningar fyrir viðhengi að núna er hægt að tengja tegund viðhengis þannig viðhengið flokkist rétt á umsækjandann. Þessi flokkun var áður í vefnum en hefur núna verið færð inn í Kjarna. Ef viðskiptavinir ætla að nota umsóknarvefinn á fleiri en einu tungumáli er mikilvægt að tengja tegund viðhengis á allar viðhengjaspurningar. Endilega sendið línu á service@applicon.is ef óskað er eftir aðstoð við það.
Listinn yfir námsleið og gráðu var ekki að raðast í stafrófsröð á umsóknarvefnum
Námsleið og gráða var ekki að raðast í stafrófsröð á umsóknarvefnum. Þetta hefur verið lagað.
Stafestingarbréf þegar umsækjandi breytir netfangi
Þegar umsækjandi skráði sig inn á umsóknarvef og breytti því netfangi sem hann var áður með skráð þá sendist staðfestingarbréfið samt sem áður á það netfang sem áður var skráð á umsækjandann. Þetta hefur nú verið lagað þannig að staðfestingarbréfið sendist á nýskráða netfangið.
"Ólögleg" kennitala umsækjanda veldur því að umsækjenda- og umsóknarlisti lendir á villu
Ef umsækjandi sótti um með kennitölu sem stóðst vartölupróf en var "ólögleg", var fæddur fram í tímann eða árið 2019, þá kom upp villa þegar reynt var að opna listann 'Umsækjendur' eða 'Umsóknir'. Þetta hefur verið lagað og hægt að opna þessa lista.
Hraðað á vistun á auglýsingu
Hraðað var á vinnslunni við vistun auglýsingar.