Ný vefþjónusta hjá RSK
RSK fer fram á ítarlegri upplýsingar með staðgreiðsluskilum, aðgerðin fyrir vefskil staðgreiðslu hefur nú verið uppfærð samkvæmt kröfum RSK.
Færslur í fyrirtækjalista
APPAIL-3527
Í fyrirtækjalistanum voru færslur sem voru í svæðunum Undirsvæði, Staðsetning og Ráðningarmerking að birtast út frá bókunardegi launa. Það gerði það að verkum að færslurnar voru ekki að koma í lista ef að starfsmaður byrjaði eftir bókunardag viðkomandi launafærslu. Þessu hefur nú verið breytt á þann máta að færslurnar birtast núna út frá mánuði bókunar, en ekki bókunardagsetningunni sjálfri.
Færslur í bankaspjaldi
...
Gjaldheimtu skilagreinar með mínus tölu og rangar skrár
Hækkun á launatöflum afritar aldurshækkunarskilgreiningar
...
með
Hækkunarreglur fylgja nú með þegar launatafla er hækkuð.
...
Þegar launaliður er yfirskrifaður kemur hann nú í sér línu á launaseðli.
Stilla tímabil vetrarorlofs
Aðgerðin Leiðrétta vetrarorlof var útbúin fyrir einn viðskiptavin og var "harðkódað" á ákveðna kjarasamningan og ákveðið tímabil.
Fyrsta skrefið til að gera þetta að almennri stillingu er að stofna gildi í flipanum XAP fyrir notendur, til að velja inn tímabil og hlutfall. Síðar kemur inn möguleikinn á að velja kjarasamninga.
Fyrsta línan í hjálagðri töflu vísar til þess að úttekið orlof á að vera 75% af upphaflegri skráningu, eftir að leiðrétting hefur verið keyrð. Þannig koma -2 tímar ef úttekt er 8 tímar.
Nafn | Kódi | Gildi |
Poet.WinterHoliday.Ratio | Leiðrétting vetrarorlofs | 0,75 |
Poet.WinterHoliday.FromMonth | Leiðrétting vetrarorlofs | 10 |
Poet.WinterHoliday.ToMonth | Leiðrétting vetrarorlofs | 4 |
Mínuslaun á bankaskilagrein
Þegar smellt er á bankaskilagrein eða orlofsskilagrein opnast listi yfir alla launamenn í útborgun ásamt upplýsingum um bankareikning þeirra og þá upphæð sem verður greidd inn á viðkomandi reikning.
Ef útborguð laun eru mínustala, koma skilaboð þess efnis á skáinn áður en skilagreinin birtist. Upphæðin kemur síðan rauðletruð á skilagrein.
Endurvinna áramótastöðu
Aðgerðin að endurvinna áramótastöðu var bætt og ræður nú betur við mikið færslumagn.
Mötuneytisbunki úr Vinnustund
Í valglugga fyrir "Innlestur úr tímaskráningakerfi" hefur verið bætt inn fellivali þar sem verður að velja hvort sækja eigi tímaskránigarbunka eða mötuneytisbunka.
Ástæðan er mismundi skráaruppsetning þar sem upphæð var bætt við mötuneystibunka.