Í hliðarvalmynd undir Kjarni > Stofnskrár eru aðgengilegar töflur fyrir yfir- og undirviðmið auk lista fyrir skráningu þrepa fyrir hvert undirviðmið á stöður.
Í Jafnlaunavottun - Yfirviðmið er hægt að stofna þau yfirviðmið sem notuð eru.
Í Jafnlaunavottun - Undirviðmið eru svo stofnuð undirviðmið fyrir hvert yfirviðmið og þau tengd á viðkomandi yfirviðmið.
Á hvert undirviðmið er svo skráð þrep. Viðskiptavinir geta sjálfir ráðið gildi hvers þreps fyrir hvert undirviðmið fyrir sig og þannig stýrt vægi viðmiða.
Þrepin eru síðan skráð á stöður og mynda þannig heildarstigatölu, verðmæti, stöðunnar.
Þrepin er annað hvort hægt að skrá inn á stöðu í gegnum viðhald stöðunnar, þ.e. Kjarni > Stofnskrár > Stöður, eða í gegnum lista sem inniheldur allar stöður, viðmið og þrep. Sá listi, Jafnlaunavottun - Viðmið - Stöður er einnig aðgengilegur í hliðarvalmynd undir Kjarni > Stofnskrár.
Skráning þrepa á stöðu:
Skráning þrepa í gegnum listann Jafnlaunavottun - Viðmið - Stöður:
Athugið að það hægir á listanum að draga svæðið Þrep lýsing inn í listann. Án þess svæðis á hraðinn aftur á móti að vera fínn.
Heildarstigatala hverrar stöðu er sýnileg á stöðunni auk þess sem hún er aðgengileg í jafnlaunavottunarlista.