Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 15 Next »

Skjalaskápur er innbyggður í Kjarna þar sem hægt er að halda utan um öll þau skjöl sem tilheyra starfsmanni, umsækjanda, námskeiði eða starfi. Einnig er hægt að hafa hlekk á viðhengi í ytra skjalakerfi.

 

Skjöl starfsmanna er hægt að nálgast í gegnum spjaldið Viðhengi í starfsmannatré auk þess sem hægt er að komast í viðhengjaspjaldið í gegnum öll spjöld starfsmannsins. 


Þegar komið er inn í spjaldið er hægt að tengja nýtt skjal á starfsmann með því að smella á + hnappinn. Til að velja inn nýtt skjal er annað hvort hægt að smella á Sækja skjal eða draga inn skjalið úr möppu inn í reitinn og "sleppa". Þegar skjalið er sótt þá fyllist sjálfkrafa út í Heiti skjals.

Valin er Tegund skjals eftir því hvernig skjal er verið að vista. Tegund skjals getur t.d. verið starfsferilsskrá, prófskírteini eða ráðningarsamningur. 

Sjálfkrafa fyllist út í svæðin Eigandi skjals og Númer eiganda skjals m.v. þann starfsmann sem unnið er með. 

Að lokum er skráð Lýsing, ef við á, og smellt á Stofna og loka.


Ef Tegund skjals  er ekki til í listanum er hægt að bæta þar við undir Stofnskrár - Skjalaskápur - Tegundir skjala.

Græni plúsinn valinn til að bæta við nýrri tegund skjals. Í svæðið Gildi kemur enska heitið fyrir tegundina. 

Hægt er að aðgangsstýra viðhengjum starfsmanna sem eru í fleiri en einu starfi. Þá þarf að stofna Eigandi skjals Launamaður (í gildi er sett EmployeeDetail) undir Stofnskrár > Skjalaskápur-Eigendur skjala. Svo þegar viðhengið er sett á starfsmanninn þarf að velja Launamaður í flipanum Eigandi skjals á skjalinu sjálfu og þar er svo viðeigandi launamannanúmer valið inn. 

  • No labels