Starf skráð á stöðu kemur ekki á reiknaðar færslur
Þegar starf er skráð á stöðu var númer starfsins bara að koma á launafærslurnar en ekki reiknaðar færslur. Það olli því að ekki var hægt að fá með launatengd gjöld ef fyrirtækjalisti var tekin út fyrir tiltekin störf.
Úr þessu hefur verið bætt svo að núna koma númer starfa einnig á reiknuðu færslunar.
Svæðið “Yfirmaður” í launalistum undir mannauður
Nú er hægt að draga svæðið yfirmaður inn í listana Grunnlaun og Lífeyrissjóður undir mannauður.
Röðun launaliða í númeraröð í fyrirtækjalista
Röðun launaliða í fyrirtækjalista hefur verið bætt og kemur núna í réttri rúmeraröð.
Fyrirtækjalisti - svið töflulista
Leitarglugga hefur verið bætt í svið töflulista (Velja svið) i fyrirtækjalista.
Fyrirtækjalisti - svæðum bætt í “Velja dálka”
Eftirfarandi svæði er nú hægt að draga inn í fyrirtækjalista þegar farið er í “Velja dálka”:
Flokkun númer
Flokkun nafn
Ástæða ráðningarmerkingar vísir
Ástæða ráðningarmerkingar
Stéttafélög - bæta inn svæðinu Gjaldategund stéttarfélags undir flipanum “Launaútreikningur”
Þegar stéttarfélag er opnað undir laun er núna hægt að draga svæðið Gjaldategund stéttarfélags inn undir flipanum launaútreikningur. Þannig er hægt að sjá hvaða gjaldategund er skráð á hvern launalið.
Aldurshækkanir - Bæta inn starfsaldri sem reiknast útfrá greiddum stöðugildum
Virknin við framkvæmd “Aldurshækkana” hefur verið bætt þannig að ef kveikt er á stillingu til að reikna starfsaldur útfrá greiddum stöðugildum þá skilar sá starfsaldur sér nú í aðgerðina.
Skýringasvæði á reikniliði
Skýringa dálki hefur verið bætt inn í reikniliðaspjald við hlið reikniliðasegðar og þar er hægt að skrá skýringu og vista hana.
Flýtiskráning - Bæta inn villuboðum þegar límt er frá excel
Búið er að setja inn ný villuboð í flýtiskráningu fyrir eftirfarandi breytur: Launaliður, kostnaðarstöð, Skipulagseining og nr. stofnunar. Villurnar birtast sem rautt tákn við þá breytu sem villan tilheyrir.
Hægt er að skoða villuna með því að færa músina yfir táknið og ýta á músartakkann. Einnig er hægt að skoða villulista sem sýnir allar villur í einum glugga.
Skýrslur > Jafnlaunavottun - bæta inn svæði
Nú er hægt að draga svæðið “Flokkun nafn” inn í Jafnlaunavottunarskýrslu.
Skýrslan Jafnlaunagreining BSI
Í skýrslunni jafnlaunagreining BSI eru þrjú svæði sem eru með formúlu til að uppreikna fjáhæðir miðað við 100% starf. Þegar skýrslan var tekin út í excel þá voru þessi svæði að birta maga aukastafi hjá þeim sem ekki voru í 100% starfi sem olli vandræðum við skilin til BSI. Þetta hefur nú verið lagfært.
Bætt framsetning gagna í skýrslunni “Villur og aðvaranir”
Skýrslan Villur og aðvaranir er aðgengileg undir “Skoða” og kemur einnig upp þegar útborgun er lokað. Framsetning gagna hefur verið bætt þannig að núna flokkast villur og aðvaranir saman eftir tegundum.
Sprengja þarf hverja tegund út til að sjá hvaða launamenn eru undir.
Lífeyrissjóðir - Reikningur hjá eldri en 70 ára og yngri en 16 ára
Virkni í útreikningi lífeyrissjóðs hefur verið breytt þannig að nú er horft á aldur starfsmanns og eftir að hann nær 70 ára aldri þá stoppar útreikningur og athugasemd kemur um að starfsmaður sé orðinn 70 ára og almennur lífeyrissjóður reiknist ekki. Það sama gerist hjá starfsmönnum sem ekki hafa náð 16 ára aldri og eru með skráð lífeyrisspjald. Einnig var bætt við svæði í lífeyrisspjaldið þar sem hægt er að setja hak við færslu ef viðkomandi hefur heimild til að greiða í almennan sjóð eftir 70 ára aldur.
Vöntunarlisti orlofsreikninga - sækja skráðan launareikning
Núna birtir vöntunarlisti orlofsreikninga upplýsingar um launareikning hjá viðkomandi launþega og því hægt að flytja hann beint í excel og senda til viðskiptabanka.
Launaliðir - bæta við þeim möguleika að skrá kostnaðartegund
Nú er hægt að skrá “Kostnaðartegund” á launalið til frekari greininga á launum. Henni var bætt við undir vinnuform í “Almennt” flipanum á launaliðum.
Fyrir aðstoð við stillingar sendið erindi á service@origo.is
Launaliður sæki hlutfall í vinnutímaspjald
Nýjum valmöguleika hefur verið bætt í launaliðaspjald. hægt er að setja hak í "Hlutfall sótt úr vinnutímaspjaldi" sem virkar þannig að ef launliður er skráður í fasta liði þá kemur sjálfkrafa í gr. einingu hlutfallið úr vinnutímaspjaldi.
Ef hlutfalli er breytt í Vinnutímaspjaldi þá breytist það einnig í föstu liðunum. Þetta getur verið mjög þægilegt fyrir launalið mánaðarlauna en þá þarf bara að breyta starfshlutfalli á einum stað í kerfinu í stað tveggja áður.
Aðgerðin Talning á greiddum stöðugildum
Bætt hefur verið við samtalsreit efst í skýrsluna sem tekur meðaltal stöðugilda hjá öllum fyrirtækjum og leggur þau saman.
Vistun launaseðla í skjalaskáp - hraða aðgerð
Virkninni við að vista launaseðla í skjalaskáp var breytt til að hraða aðgerðinni.
Bókhaldsflokkur fyrir yfirskrift í bókhaldi
Útbúin hefur verið ný tafla þar sem hægt er að skilgreina Bókhaldsflokk sem tengdur er á launamann í grunnlaunaspjaldi ef yfirskrifa þarf bókun. Þetta er ný vídd í bókhaldi og launaútreikningi þar sem bókhaldsflokkur er settur á hverja launafærslu og útreikning. Hægt er að skilgreina bókhaldsflokk á sama hátt og aðrar víddir í bókhaldsskilgreiningu.