Aðgerðin uppfæra samning launaflokk og þrep setur álag á alla launaliði
Aðgerðin “Uppfæra samning, launaflokk og þrep í skráningu” var að setja persónuálag á alla skráða launaliði, hvor sem þeir voru merktir að sækja álag eða ekki. Þetta hefur verið lagfært.
Hægagangur í launasamþykkt
Upp var að koma hægagangur í launasamþykkt hjá aðilum sem hafa aðgang að fleirri starfsmönnum en þeir eiga að samþykkja. Aðgerðin hefur verið yfirfarin og endapunkti breytt til að auka hraða.
Flýtiskráning - bæta svæðinu Launahópur í skilyrði
Svæðinu “Launahópur” hefur verið bætt í skilyrði fyrir flýtiskráningu svo nú er hægt að sækja færslur í flýtiskráningu fyrir ákveðin launahóp.
Flýtiskráning - Bæta inn þeim valmöguleika að draga inn svæðið álag
Nú er hægt að draga álag inn í flýtiskráningu úr aðgerðinni Velja dálka.
Launaliðir - svæðið launaliður í launatöflu virkjað
Í flipanum "Tafla/Seðill/Hópar" á launalið er til svæði sem heitir Launaliður í launtöflu og það svæði var ekki virkt. Svæðið hefur núna verið virkjað og virkni þess er þannig að hægt að láta launalið sækja hlutföll í launtaöflu útfrá öðrum skilgreindum launalið.
Launaseðill - bæta nafni kostnaðarstöðvar í haus þegar stöðum er skipt upp
Bætt hefur verið við þeim möguleika að birta heiti kostnaðarstöðva í haus á launaseðli þegar stöðum er skipt upp á honum. Til þess að virkja þann möguleika skal senda beiðni á service@origo.is.
Bankaskrá innheimtuaðila - fleirri en ein innheimta með sömu kennitölu
Ef sama kennitala var á fleirri en einni innheimtu þá var bankaskrá innheimtuaðila ekki að sundurliða færslurnar í skránni niður á bankareikninga. Þetta hefur verið lagfært og núna skilar bankaskráin línu fyrir hvern reikning þó um sömu kennitölu sé að ræða.
Fastir liðir - yfirskirfaður taxti - afturvirkar leiðréttingar
Aðgerðin "Leiðrétta laun" sækir núna í leiðréttingu fjárhæðir sem eru yfirskrifaðar í föstum liðum og leiðréttir breytingar á þeim. Leiðrétting er framkvæmd hvort sem taxti er yfirskrifaður eða ný lína stofnuð með nýrri fjárhæð. Hakað er í svæðið “Launatöfluhækkun” þegar leiðrétting er framkvæmd.
Dagpeningaskýrsla - virkni þegar dagpeningar eru ekki bókaðir
Dagpeningaskýrslan var upphaflega þróuð fyrir bókaða dagpeninga í dagpeningakerfinu. Virknin hefur verið lagfærð svo að nú er einnig að að senda skýrsluna þó ekki sé verið að bóka dagpeningana.
Skattkort - þak á skráningu ónýtts persónuafsláttar
Nú er ekki hægt að skrá í svæðið “Ónotaður” í skattkortaspjaldi hærri fjárhæð en sem nemur fjölda mánaða sem liðnir eru af ári. Ef reynt er að skrá í svæðið hærri fjárhæð kemur upp melding um hversu háa fjárhæð má skrá á þeim tímapunkti. Aðeins er verið að horfa á skráningar í svæðið “Ónotaður” en ekki er sannreynt hversu mikið er búið að nýta ef starfsmaður hefur verið á launum fyrr á árinu.
Kjarna vefur - birting úttekins orlofs í orlofsyfirliti
Þegar úttekið orlof var skráð í opna útborgun var sú úttekt að birtast í orlofsyfirliti fyrir líðandi mánuð en staðan uppfærðist ekki fyrr en við lokun útborgunar. Virkninni hefur verið breytt þannig að úttekt líðandi mánaðar birtist ekki í orlofsyfirliti á Kjarna vef fyrr en útborgun hefur verið lokað og er þá í samræmi við birta stöðu orlofs þar.
Tímon - stilling vegna starfsaldurs
Í Kjarna er verið að senda svæðið "Viðmið til launa" yfir í Tímon til að birta starfsaldurinn. Útbúin var ný skipun sem skrá þarf í Gildi ef verið er að nota starfsaldur útfrá greiddum stöðugildum svo að rétt dagsetning skili sér yfir.
Hægt er að senda póst á service@origo.is til að fá aðstoð við að setja nýju skipunina inn ef starfsaldur útfrá greiddum stöðugildum er í notkun