Starfsmannatré - Flokkun á kostnaðarstöðvum
Þegar starfsmannatré í hliðarvali og launaskráningu er flokkað eftir “kostnaðarstöð nr” eða “kosntaðarstöð vísir” kemur nafn kostnaðarstöðvar nú fram fyrir aftan númerin.
Skattaafsláttur vegna erlendra sérfræðinga
Nýrri virkni hefur verið bætt við Kjarna varðandi skráningu á skattaafslætti vegna erlendra sérfræðinga. Nú er hægt að skilgreina afsláttin undir flipanum “Launakerfi” í starfsmannaspjaldi. Fyrir þessa virkni þarf að stofna nýjan launalið og nýja reiknireglu og geta ráðgjafar Origo aðstoða við það ef beiðni þess efnis er send á service@origo.is.
Gjaldheimtugjöld - reikningur þegar starfsmenn eru með laun í fleirri en einni útborgun á sama tímabili.
Virknin í Gjaldaspjaldi hefur verið bætt þannig að ef starfsmaður er með laun í fleirri en einni útborgun á sama tímabili og nær ekki að fullgreiða gjöldin í einni útborgun þá færast eftirstöðvarnar í svæiðið “Eldri skuld” í gjaldaspjaldi þegar þeirri útborgun er lokað. Þegar launin eru reiknuð í næstu útborgun sem starfsmaður er með laun í þá reiknast eftir stöðvar gjaldheimtugjalda þar.
Stéttarfélög - senda skilagrein á fleirra en eitt netfang
Nú er hægt að senda skilagrein stéttarfélgs með tölvupósti á fleirra en eitt netfang með því að skrá þau inn með semíkommu á milli.
Skrá laun - hægt að skrá inn í svæðið Kostnaðarstöð númer
Ef svæðið “Kostnaðarstöð nr” var dregið inn í skrá laun þá var ekki hægt að skrá númer beint í það svæði líkt og hægt er fyrir svæðið “Kostnaðarstöð vísir”. Úr því hefur verið bætt og núna er hægt að skrá inn í bæði svæðin eða leita í fellilista.
Fastir launaliðir - mögulegt að skrá aukatafi í svæðið "yfirskrifuð upphæð"
Nú er hægt að skrá aukastafi í svæðið “Yfirskrifuð upphæð” í föstum liðum.
Launaseðli skipt upp eftir stöðu
Ef kveikt er á skiptingu á launaseðli niður á stöðu er núna hægt að bæta inn auka skipun til að fá aðeins nafnið á stöðunni í línuna. Þá birtist ekki samningur launaflokkur og þrep. Til þess að virkja þessa skipun er hægt að senda beiðni þess efnis á service@origo.is.
Valskjár fyrirtækjalista - bæta launafulltrúa í val
Í valskjá fyrirtækjalista hefur svæðinu “Launafulltrúi” verið bætt við svo hægt sé að kalla fram gögn valins launafulltrúa.
Aldurshækkanir - bæta launafulltrúa í skilyrði
Í valskjá aldurshækkana hefur svæðinu “Launafulltrúi” verið bætt í skilyrði svo að hægt sé að framkvæma aldurshækkanir fyrir ákveðin launafulltrúa.
Starfsaldursviðmið á starfsmanni þegar hann er stofnaður
Þegar verið er að nota starfsaldur útfrá greiddum stöðugildum var starfsaldursviðmið að birta ranga dagsetningu. Þetta hefur verið lagfært svo að núna birtist þar ráðningardagsetning starfsmanna.
Orlofsstaða, Orlofsyfirlit - bæta við svæði
Nú er hægt að draga inn í skýrslurnar Orlofsstaða og Orlofsyfirlit ráðningarmerkinu starfsmanna.
Kjarni vefur - bæta stéttarfélagi inn í launaskýrslu
Stéttarfélagi hefur verið bætt í svæðið “Sýnileg gögn” í skýrslunni Laun á Kjarna vef.
Launabreyting - bætt við röðun í undirritun skjals
Í útgáfu 23.2.1 var bætt við rafrænni undirritun fyrir launabreytingar. Aftur á móti gleymdist að bæta við röðun undirritenda sem kom í sömu útgáfu fyrir rafræn skjöl við rafræna undirritun fyrir launabreytingar. Því hefur nú verið bætt við.
Starfsmannavefur - Birta launamiða
Nú er hægt að birta launamiða á starfsmannavef. Til þess að virkja birtinguna þarf að bæta línu í hlutverkið starfsmannavefur. Hægt er að senda beiðni á service@origo.is til að óska eftir þessari viðbót.