Launaliður sem er lesinn inn breytist við uppfærslu launa
Þegar aðgerðin “Uppfæra samn, lfl og þrep í launafærsluskrá úfrá spjöldum” þá var hún að breyta fjárhæðum á færslum sem komu frá bunka með því að núlla þær.
Þetta hefur verið lagfært og aðgerðin uppfærir nú aðeins þær færslur sem eiga við eiga.
Skýrslan Grunnlaun - bæta starfafjölskyldu í "velja dálka"
Nú er hægt að draga svæðin Starfafjölskylda og Starfafjölskylda vísir inn í skýrsluna Grunnlaun undir mannauður.
Til minnis - lagfæring á virkni
Smávægileg breyting var gerð á spjaldinu Til minnis. Einungis er hægt að velja hvort sýna eigi spjald í skráningu launa og hægt er að fela svæðið þar hjá starfsmönnum með því að smella á X.
Sjá nánari leiðbeiningar hér: Til minnis
Aldurshækkanir - leyfa aðeins einn möguleika í Aðgerðum
Valskjá aldurshækkana hefur verið breytt þannig að núna opnast hann án þess að hakað sé í nokkra aðgerð. Haka þarf í þá aðgerð sem framkvæma á en aðeins á að vinna með eina aðgerð í einu.
Launabreytingar - villa í birtingu fjáhæða í grafi
Grafið í Launabreytingum á Kjarna vef var ekki í öllum tilfellum að birta réttar fjárhæðir. Það hefur verið lagfær og er virknin þannig að grafið birtir fjárhæð heildarlauna skilgreindra launaliða fyrir árið deilt með stöðugildafjölda.
Starfsmannavefur Launamiðar - stilla default ár
Birtingu launamiða á starfsmannavef var breytt þannig að sjálfvalið opnast alltaf árið á undan því ári sem miðarnir opnast á. Td. núna árið 2024 kemur sjálfvalið árið 2023 sem birtir nýjustu miðana.