Birting viðhengja á umsækjanda
APPAIL-2831
Áður voru öll viðhengi umsækjanda að birtast í öllum umsóknum. Þetta hefur verið lagað og núna birtast bara þau viðhengi sem tengjast þeirri umsókn sem verið er að skoða.
Höfnunarbréf birtast í listanum Auglýsingasvör
APPAIL-2923
Höfnunarbréf birtast núna þegar farið er í aðgerðina Senda bréf í listanum Auglýsingasvör en áður birtust þau bara þegar bréf voru send í gegnum listann Umsóknir. Nú eru þau því aðgengileg í báðum listum.
Senda bréf birti bara bréf sem tilheyra ráðningakerfi
APPAIL-2921
Aðgerðin Senda bréf í listunum Umsóknir og Auglýsingasvör birtir núna eingöngu þau bréf sem tilheyra ráðningakerfi en áður birtust þar líka bréf úr öðrum kerfishlutum.
Tegund texta falin við sendingu á bréfi
APPAIL-2922
Svæðið Tegund texta hefur verið falið í aðgerðinni Senda bréf en Tegund texta sést áfram í fellilistanum fyrir bréfin. Tegund texta birtist ennþá þegar verið er að stofna bréf svo hægt sé að skilgreina tegundina þar.
Umsækjandi án kennitölu
APPAIL-2917
Nú er hægt að handstofna umsækjanda án kennitölu. Þetta er undirbúningur fyrir að umsækjandi geti stofnað sig á vefnum með netfangi en ekki bara kennitölu. Ef umsækjandi án kennitölu er ráðinn þá verður að skrá á hann kennitölu þar sem kennitala er skilyrt svæði í mannauðshluta Kjarna.