Launamenn aðeins í áætlun eiga ekki að fara í PayRecord úr bunkainnlestri Launa
Ef starfsmaður með merkinguna “Aðeins í áætlun” var skráður með færslu í launabunka þá var hann að lesast inn í launaskráningu en birtist þó ekki í starfsmannalista útborgunar. Þessi virkni hefur verið lagfærð svo að starfsmenn sem merktir eru í áætlun lesast ekki inn heldur kemur upp villumelding um að launamaður sé ekki í útborgun.
Bunkainnlestur - takmarkanir á magni yfir í launaskráningu
Hjá stórum viðskiptavinum hefur verið hægagangur í bunkainnlestri úr bunkumn með miklum fjölda færslna. Aðgerðin hefur verið yfirfarin og henni flýtt með tillit til gagnamagns.
Bunkainnlestur í áætlun - takmarkanir á magni
Þar sem sama virkni er fyrir innlestur í áætlun og er fyrir innlestur ía launasrkáningu þá var sú aðgerð einnig yfirfarin og flýtt með tilliti til gangamagns.
Launahringur - Laun, Ávinnsla, Áætlun - Bókhaldslyklar aðgreindir
Stillingar bókhaldslykla voru gerðar skýrari þannig að ef annað hvort Laun, Ávinnsla eða Bókhald er valið þá opnast lyklarnir fyrir valda tegund og raðast niður á hvert fyrirtæki fyrir sig ef verið er að vinna með mismundi lykla á milli fyrirtækja.
Villa í listunum "Grunnlaun" og "Vinnutími" þegar síað er eftir launafulltrúa á valskjá
Það var að koma villa ef reynt var að sía á launafulltrúa í valskjá listanna “Grunnlaun” og”Vinnutími”. Gerð var lagfæring á því svo ekki kemur lengur upp villa þegar síað er á launafulltrúa.
Tölvupóstur við samþykkt sendist á stofnanda launabreytingar
Ef ekki er kveikt á rafrænum undirritunum er hægt að senda tölvupóst þegar launabreyting er stofnuð. Þeirri virkni hefur verið breytt þannig að þegar valið er að senda upplýsingar um samþykki launabreytingar í tölvupósti þá kemur viðtakandasvæðið sjálfgefið tómt og notandinn þarf að velja inn annað hvort stofnanda launabreytingar (stjórnanda), starfsmanninn eða báða.
Kjarna vefur - festa skráð form dagpeninga
Útbúið hefur verið nýtt vefgildi sem festir skráðar upplýsingar í dagpeningabeiðnum á Kjarnavef til að auðvelda skráningu þegar verið er að skrá beiðnir á marga starfsmenn í einu útfrá sömu skilyrðum. Vefgildið er Kjarni.Web.PerDiem.DoNotClearForm og til að virkja það er sett true í gildi.
Hættir starfsmenn halda áfram að birtast í Vinnustund
Eftir breytingar sem gerðar voru á uppfærslu gagna frá Kjarna til Vinnustundar þá voru hættir starfsmenn að halda áfram að birtast í Vinnustund. Þetta hefur nú verið lagfært svo hættir starfsmenn birtast ekki lengur í Vinnustund.
Hættir starfsmenn birtast sem núverandi yfirmenn í Vinnustund
Tengt breytingum á tengingu Kjarna við Vinnustund gerðist það hjá nokkrum viðskiptavinum að hættir starfsmenn fóru að birtast sem núverandi yfirmenn. Þetta hefur verið lagfært.
Óvirkar skipulagseiningar birtast í Vinnustund
Þegar skipulagseiningu er breytt eða hún gerð óvirk þá uppfærist nú sú breyting beint í Vinustund án þess að keyra þurfi skipunina til að flytja allar skipulagseiningar yfir.
Stofnun og uppfærsla á stöðum í Vinnustund
Stofnun og uppfærsla á stöðum í vinnustund hefur ekki verið að virka nógu vel og ný heiti ekki verið að uppfærast. Það var því útbúin ný skipun fyrir uppfærslu sem heitir: TMOrgCompanyUnitPosition.CreateUpdate.
Þessi skipun er keyrð fyrir ákveðna stöðu með því að setja punkt og númer stöðu aftan við skipunina í skipanaglugga.
Endurstofna sögu í Vinnustund - viðbætur við aðgerð
Gerð var lagfæring að aðgerðinni “Endurstofna sögu í Vinnustund” svo hægt sé að keyra hana fyrir fleirri ráðningarmerkingar en “Í starfi”.