Stofna stöðu beint úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis og almennt í Search listum
Nú hefur verið bætt við þeirri virkni að hægt er að stofna stöðu beint úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Þegar smellt er á velja stöðu í spjaldinu birtist listi yfir allar stöður í fyrirtækinu. Úr þeim lista er nú hægt að stofna beint nýja stöðu í stað þess að þurfa að fara úr listanum, loka spjaldinu og inn listann aftur í gegnum Kjarni → Stofnskrár → Stöður. Sömu virkni hefur verið bætt við í öllum sambærilegum aðgerðum þar sem Search skipanir eru keyrðar ofan á lista.
Skipun sem sendir alla starfsmenn yfir í tímaskráningakerfi
APPAIL-3113
Nýrri skipun hefur verið bætt við Kjarna til þess að senda alla starfsmenn yfir í tímaskráningarkerfi, Vinnustund/Tímon. Þessari skipun var bætt inn svo notendur þurfi ekki að fara í listann Tenging innan fyrirtækis, velja alla starfsmenn og senda þá yfir. Þessi nýja skipun er TMEmployee.CreateAll og hún er keyrð með því að slá hana inn í skipanalínuna neðst í vinstra horni Kjarna og smella á enter.
Vinnustund - Hættir starfsmenn
APPAIL-3112
Til þess að hættir starfsmenn birtist ekki í Vinnustund þurfti notandi að vera staddur á Í starfi færslu hætta starfsmannsins til þess að viðeigandi kjarasmaningur finndist og starfsmaðurnn flyttist yfir í Vinnustund og hætti að birtast þar. Það er aftur á móti ekki eðlilegt að það skipti máli á hvaða færslu notandi er staddur þegar hætti starrfsmaðurinn er sendur yfir. Þetta hefur því verið lagað þannig að nú sendist hann yfir óháð því hvaða færslu notandi er með valda þegar starfsmaðurinn er sendur yfir.