Millisummur flytjist með þegar listar eru fluttir yfir í Excel
Ef kveikt er á millisummum í listum þá flytjast þær nú með þegar listar eru fluttir yfir í Excel.
Geymslusvæði aðgengileg eftir flutning yfir í Excel
Geymslusvæðin eru nú áfram aðgengileg í Kjarna ef skýrsla er flutt yfir í Excel en svo er ákveðið að vinna áfram með skýrsluna inni í Kjarna.
Athugið að Í eldri vistuðum listum er möguleiki að þessi geymslusvæði verði sýnileg líka inni í Excel. Það er að sjálfsögðu hægt að eyða efstu línunum út úr Excel skjalinu til þess að losna við þessi svæði en það er líka hægt að setja inn stillingar í listann sem koma í veg fyrir að geymslusvæðin birtist í Excel.
Kveikt er á þessum stillingum með því að smella á hnappinn Stillir
Farið er í Options > OptionsPrint og stillingar PrintColumnHeaders, PrintDataHeaders og PrintUnusedFilterFields settar á False og svo vistað ofan í listann með Geyma sniðmát hnappinum.
Línur í listum séu ekki "merge-aðar" við flutning í Excel
Í Kjarna eru línur í greiningarlistum "merge-aðar" þannig að ef sama gildið tilheyrir mörgum línum þá komi gildið bara í efstu línunni en ekki línunum þar fyrir neðan sem tilheyra þessu sama gildi. Þegar gögnin eru flutt yfir í Excel þá er betra að línurnar haldist ekki "merge-aðar". Stillingu hefur því verið bætt inn í lista þannig að línurnar komi ekki "merge-aðir" þegar listar eru fluttir yfir í Excel.
Athugið að þetta á eingöngu við um nýja lista en ekki lista sem hafa verið vistaðir niður í Möppur. Það er aftur á móti hægt að setja inn stillingu í eldri lista svo þetta virki eins í þeim, sambærilegt og í punktinum hér á undan.
Kveikt er á þessari stillingu með því að smella á hnappinn Stillir
Farið er í Options > OptionsPrint og stillingin MergeRowFieldValues sett á False og svo vistað ofan í listann með Geyma sniðmát hnappinum.
Bætt villuskilaboð við flutning í Excel ef annað skjal úr Kjarna er þegar opið
Ef notandi hefur flutt lista úr Kjarna yfir í Excel og er enn með það skjal opið, með tempfile nafninu sem skjalið fær, hefur alltaf komið villumelding þegar reynt er að taka annan lista úr Kjarna yfir í Excel. Þessi villuboð hafa nú verið gerð enn skýrari svo það fari ekki á milli mála að loka þurfi fyrra skjalinu eða vista það niður áður en hægt sé að taka seinna skjalið yfir í Excel.
Leitarsvæði birtist default í notendalista
Þegar komið er inn í lista yfir notendur er defailt kveikt á leitarsvæðinu þannig að hægt sé að slá beint ín í svæðin notandanafn eða nafn til þess að leita að notanda.
Útreikningslína neðst í öllum töflulistum
Útreikningslínu hefur verið bætt við neðst í alla töflulista. Hægt er að hægri smella í línuna og velja summu, lágmark, hámark, fjölda eða meðaltal, eftir því sem við á. Með þessu móti er fljótlegt að fá talningu á starfsmannafjölda í viðkomandi lista, reikna út meðalaldur eða meðalstarfsaldur starfsmannanna í lista eða fá upp aldur elsta eða yngsta starfsmannsins í listanum, hæstu eða lægstu launin í listanum, svo eitthvað sé nefnt.