Starfaflokkun
Til þess að einfalda viðskiptavinum flokkun á jafnverðmætum störfum fyrir jafnlaunavottunina er hægt að skrá Logib flokkunina, ábyrgð, hæfniskröfur og menntun/reynslu, inn á stöður í Kjarna.
Viðhald á stöðum fer fram undir Kjarni > Stofnskrár > Stöður. Á stöðunum er flipinn Jafnlaunavottun þar sem hægt er að skrá Logib flokkun viðkomandi stöðu.
Þegar verið er að flokka margar stöður í einu getur verið gott að skrá Logib flokkunina á stöðurnar í gegnum Select lista.
Listunum á bakvið hvern flokk fyrir sig, þ.e. ábyrgð, hæfniskröfu og menntun/reynslu, er viðhaldið undir Kjarni > Stofnskrár. Þar er að finna alla þrjá listana og notendur geta viðhaldið þeim sjálfir. Athugið að ábyrgðin á að vera á skalanum 1-5, hæfniskröfurnar á skalanum 1-4 og menntun/reynsla á skalanum 1-9, þar sem 1 er mesta ábyrgðin, hæfnin, menntunin/reynslan.
Logib flokkunina getur einnig verið þægilegt að stofna og viðhalda í gegnum Select lista.
Jafnlaunagreining BSI
Dálkalisti
Setja þarf upp dálkalista fyrir jafnlaunavottunarskýrsluna. Ráðgjafar Origo geta aðstoðað við uppsetningu dálkalistans ef sendur er tölvupóstur á service@origo.is.
Stillingar fyrir jafnlaunavottunarskýrslu
Eftirfarandi stillingar þarf að setja inn í XAP > Gildi tengt jafnlaunavottunarskýrslunni. Ef óskað er eftir aðstoð við þessar stillingarnar frá ráðgjöfum Origo skal senda póst á service@origo.is.
Heiti gildis | Kódi(valkvæmt) | Gildi |
---|---|---|
EqualPay | Kjarakannanir | Ef sett sem "false" þá er valmöguleikinn í hliðarvalmynd óvirkjaður og falinn |
EqualPay.PayListID | Kjarakannanir | Vísir þess dálkalista sem nota á sjálfgefið í valskjá |
EqualPay.OrgCompanyID | Kjarakannanir | Vísir þess fyrirtækis sem nota á sjálfgefið í valskjá |
Jafnlaunavottun
Dálkalisti
Setja þarf upp dálkalista fyrir jafnlaunavottunarskýrsluna. Ráðgjafar Origo geta aðstoðað við uppsetningu dálkalistans ef sendur er tölvupóstur á service@origo.is.
Stillingar fyrir jafnlaunavottunarskýrslu
Eftirfarandi stillingar þarf að setja inn í XAP > Gildi tengt jafnlaunavottunarskýrslunni. Ef óskað er eftir aðstoð við þessar stillingarnar frá ráðgjöfum Origo skal senda póst á service@origo.is.
Heiti gildis | Kódi(valkvæmt) | Gildi |
---|---|---|
PayEqualityCertification | Kjarakannanir | Ef sett sem "false" þá er valmöguleikinn í hliðarvalmynd óvirkjaður og falinn |
EqualityCertification.PayListID | Kjarakannanir | Vísir þess dálkalista sem nota á sjálfgefið í valskjá |
EqualityCertification.OrgCompanyID | Kjarakannanir | Vísir þess fyrirtækis sem nota á sjálfgefið í valskjá |