Í hliðarvalmynd undir Kjarni > Stofnskrár eru aðgengilegar töflur fyrir yfir- og undirviðmið.
Í Jafnlaunavottun - Yfirviðmið er hægt að stofna þau yfirviðmið sem notuð eru.
Í Jafnlaunavottun - Undirviðmið eru svo stofnuð undirviðmið fyrir hvert yfirviðmið og þau tengd á viðkomandi yfirviðmið.
Á hvert undirviðmið er svo hægt að skrá möguleg þrep. Viðskiptavinir geta sjálfir ráðið gildi hvers þreps fyrir hvert undirviðmið fyrir sig og þannig stýrt vægi viðmiða.
600pxÞessi þrep eru síðan skráð á stöður og mynda þannig heildarstigatölu, verðmæti, stöðunnar.
Þrepin er annað hvort hægt að skrá inn á stöðuna í gegnum viðhald stöðunnar, þ.e. Kjarni > Stofnskrár > Stöður eða í gegnum lista sem inniheldur allar stöður, viðmið og þrep. Sá listi, Jafnlaunavottun - Viðmið - Stöður er einnig aðgengilegur í 507pxhliðarvalmynd undir Kjarni > Stofnskrár.
Skráning þrepa á stöðu:
Skráning þrepa í gegnum listann Jafnlaunavottun - Viðmið - StöðurI:
Heildarstigatala hverrar stöðu er sýnileg á stöðunni auk þess sem hún er aðgengileg í jafnlaunavottunarlista.