Notandanafn skráð í starfsmannaspjald myndar tengingu við notanda
Ef notandanafn var skráð í starfsmannaspjald þá myndaðist réttilega sjálfvirkt tenging á milli notandans og starfsmannsins. Ef notanafn var aftur á móti skráð á starfsmann eftir á, þ.e. eftir að notandi hafði verið stofnaður fyrir þennan starfsmann, þá myndaðist ekki þessi tenging. Þessari virkni hefur núna verið bætt við þannig að það myndast alltaf tenging á milli starfsmanns og notanda (EmployeeXapUser) óháð því hvenær í röðinni notandanafn er skráð á starfsmanninn.
Notandi verður óvirkur ef starfsmaður hættir
Hægt er að hafa stillingu í XAP > Gildi þar sem notandi verður óvirkur þegar starfsmaður hættir (Notandi óvirkjaður sjálfkrafa þegar starfsmaður hættir) en sú stilling virtist ekki vera að virka. Það hefur verið lagað.
Notandi óvirkjast ekki ef starfsmaður er í starfi í dag en hættur færsla er skráð aftur í tímann
Ef starfsmaður er í starfi í dag og skráð var hættur færsla aftur í tímann óvirkjaðist starfsmaður sem notandi. Þetta hefur verið lagað.
Bætt villuboð í Vinnustundartengingu
Ef villa kemur upp í Vinnustundartengingu eru villuboð nú ítarlegri en áður var svo auðveldara sé að greina hvað veldur.