Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 2 Next »

Hér má nálgast upplýsingar um hvernig stofna á notanda í Kjarna og sú aðgerð miðuð við það ef verið er að stofna einn stakan notanda. 

Í einhverjum tilvikum getur þurft að stofna marga notendur í einu, t.d. fyrir notkun á starfsmannavef, og þá er fyrrnefnd aðgerð ekki nægilega hentug. Það var því útbúin ný aðgerð sem gerir notanda kleift að stofna marga notendur út frá listanum Starfsmenn sem er aðgengilegur í hliðarvalmynd undir Kjarni > Mannauður. Áður en notendur eru stofnaðir þarf að tryggja að þeir séu með skráð notandanafn og netfang. Það er einfalt að sjá í listanum Starfsmenn. Ef notandanafn og/eða netfang er ekki skráð þá er hægt að tvísmella á viðkomandi starfsmanna (ef notandi er í venjumlegum lista), skrá viðeigandi upplýsingar og vista færsluna, eða (ef notandi er í .Select lista) slá viðeigandi upplýsingar í tilheyrandi svæði og vista listann. 

Þegar tryggt hefur verið að notendanöfn og netföng séu skráð á þá starfsmenn sem stofna á sem notendur eru viðeigandi línur (starfsmenn) valdar í listanum og smellt á hnappinn Stofna notendur

Viðeigandi hlutverk er fundið og valið með því að tvísmella á það eða smella á það og svo á hnappinn Velja

Spurt er hvort senda eigi notendum tölvupóst með notandanafni og lykilorði. Það er óþarfi að svara því játandi ef til staðar er tenging við Active Directory þannig starfsmaður skráist sjálfkrafa inn í Kjarna með Windows notandanafninu sínu. Ef sú tenging er aftur á móti ekki til staðar þá er spurningunni svarað játandi. 

  • No labels